Ragna Ingólfsdóttir vann sinn fyrsta leik á alþjóðlega sænska mótinu í badminton í dag. Hún vann þá austurrísku stúlkuna Simone Prutsch í tveimur lotum 21-9 og 21-16.
Ragna keppir í sextán manna úrslitum seinna í dag og mætir þá Sashina Vignes Waran frá Frakklandi.
Waran sló út Elisabeth Cann frá Englandi sem raðað númer átta inn í mótið. Ragna er í 69. sæti heimslistans en Vignes Waran í 63. sæti.
Ragna og Waren mættust á alþjóðlega tékkneska mótinu fyrir ári síðan og þá vann Waren í tveimur lotum; 21-9 og 21-12.
Sport