Viðskipti erlent

Yfir 800 milljarða hagnaður á þremur mánuðum

Steve Balmer, forstjóri Microsoft.
Steve Balmer, forstjóri Microsoft.
Hagnaður Microsoft, stærsta hugbúnaðarfyrirtækis í heimi, nam 6,64 milljörðum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, eða sem nemur 823 milljörðum króna. Það er örlítil hagnaðarminnkun frá sama tímabili ársins á undan.

Þrátt fyrir samdráttinn segir Steve Balmer, forstjóri Microsoft, í samtali við BBC að uppgjör félagsins hafi verið gott og hagnaður sé viðunandi. Framundan sé mikilvægt ár fyrir félagið, en útgáfa á Windows 8, stýrikerfi fyrir síma og PC tölvur, er áætluð seinna á árinu.

Hagnaður af afþreyingarhluta félagsins jókst milli ára um 15% á síðustu þremur mánuðum ársins. Heildartekjur af þessari starfsemi, þar sem XBox leikjatölvan er stærsta einingin, námu 4,74 milljörðum dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×