Innlent

Leiðir varð að skilja segir formaður

GAR skrifar
Hagsmunir Slysavarnafélagsins Landsbjargar réðu í erfiðu máli, segir formaðurinn.
Hagsmunir Slysavarnafélagsins Landsbjargar réðu í erfiðu máli, segir formaðurinn.
Guðmundur Örn Jóhannsson, sem fór í leyfi sem framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar í lok október, er endanlega hættur í starfinu.

Guðmundur fór í leyfi vegna umfjöllunar um viðskipti sem áttu sér stað áður en hann kom til starfa hjá Slysavarnafélaginu. Fyrrverandi viðskiptafélagi Guðmundar hefur gefið í skyn að hann tengdist peningaþvætti. Þessu hefur Guðmundur neitað.Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins, segir athugun ekki hafa leitt nokkurt misjafnt í ljós í störfum Guðmundar fyrir félagið. Málið hafi þó verið erfitt viðfangs.

„Ég held að það sjái það allir að okkar leiðir hafi orðið að skilja. Við teljum að það sé heillavænlegra fyrir félagið að gera þetta með þessum hætti,“ segir Hörður.

Að sögn Harðar var það Guðmundur sjálfur sem sagði upp dagana eftir að fyrrgreint mál kom upp. „Svo var gengið frá starfslokum eins og gengur og gerist á almennum markaði. Þetta er trúnaðarmál á milli okkar og hans,“ segir Hörður sem kveður unnið að ráðningu nýs framkvæmdastjóra þessa dagana. „Við auglýsum ekki heldur horfum inn á við í okkar raðir, það er nokkuð ljóst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×