Force India: Öryggisbíllinn var algert djók Birgir Þór Harðarson skrifar 27. nóvember 2012 14:30 Hulkenberg stóð sig vel í síðasta kappakstri ársins í Brasilíu. nordicphotos/afp Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út. Hulkenberg og Button voru 48 sekúndum á undan næsta manni í þriðja sæti á hring 22 þegar öryggisbíllinn kom út svo að brautarverðir gætu safnað saman rusli af brautinni. Fernley segir að þetta hefði verið hægt að gera með því að veifa tvöföldum gulum flöggum. "Fyrsti öryggisbíllinn var algert djók," sagði Fernley. "Ég hélt í smá stund að við værum að þykjast vera NASCAR. Við hefðum auðveldlega getað tekið saman ruslið með tvöföldum gulum flöggum." "Við vorum svo langt á undnan öllum ásamt Button. Þegar maður veit hvað það er erfitt, bæði fyrir lið og ökumann, þá var mjög erfitt að sætta sig við öryggisbílinn sem þjappaði hópnum aftur saman." Hulkenberg var samt í forystu eftir að kappaksturinn var endurræstur og hélt forystunni þar til hann gerði mistök á hring 48. Hann klessti svo á Lewis Hamilton á McLaren þegar Hulkenberg reyndi að komast aftur framúr. Fernley var svo mjög óánægður með refsinguna sem Hulkenberg fékk fyrir áreksturinn við Hamilton. "Ég skil þetta eiginlega ekki," sagði Fernley og kennir Heikki Kovalainen um slysið. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út. Hulkenberg og Button voru 48 sekúndum á undan næsta manni í þriðja sæti á hring 22 þegar öryggisbíllinn kom út svo að brautarverðir gætu safnað saman rusli af brautinni. Fernley segir að þetta hefði verið hægt að gera með því að veifa tvöföldum gulum flöggum. "Fyrsti öryggisbíllinn var algert djók," sagði Fernley. "Ég hélt í smá stund að við værum að þykjast vera NASCAR. Við hefðum auðveldlega getað tekið saman ruslið með tvöföldum gulum flöggum." "Við vorum svo langt á undnan öllum ásamt Button. Þegar maður veit hvað það er erfitt, bæði fyrir lið og ökumann, þá var mjög erfitt að sætta sig við öryggisbílinn sem þjappaði hópnum aftur saman." Hulkenberg var samt í forystu eftir að kappaksturinn var endurræstur og hélt forystunni þar til hann gerði mistök á hring 48. Hann klessti svo á Lewis Hamilton á McLaren þegar Hulkenberg reyndi að komast aftur framúr. Fernley var svo mjög óánægður með refsinguna sem Hulkenberg fékk fyrir áreksturinn við Hamilton. "Ég skil þetta eiginlega ekki," sagði Fernley og kennir Heikki Kovalainen um slysið.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira