Sport

Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Phelps fagnar gullinu í gær með félögum sínum í boðssundsveitinni.
Michael Phelps fagnar gullinu í gær með félögum sínum í boðssundsveitinni. Mynd/AP
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons.

Phelps sló þar með met rússnesku fimleikakonunnar Larisu Latynina sem vann 18 verðlaun á Ólympíuleikunum 1956 til 1964. Latynina á þó enn metið yfir flest einstaklingsverðlaun en hún vann 14 af þessum 18 verðlaunum í einstaklingsgreinum. Phelps á nú 11 einstaklingsverðlaun.

Blaðamaður Expressen slær því upp að Phelps hafi nú unnið fleiri verðlaun á Ólympíuleikum en 148 lönd heimsins en af þeim 205 þjóðum sem hafa tekið þátt í Ólympíuleikunum þá hafa "bara" 57 þeirra unnið fleiri verðlaun samanlagt en Phelps.

Albanía, Króatía, Kólumbía, Víetnam, Afganistan og svo að sjálfsögðu Íslands er dæmi um þjóðir sem eiga ekkert í verðlaunasafn Phelps.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×