Viðskipti erlent

Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor

Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l.

Verkið var selt á nærri 120 milljónir dollara eða um 15 milljarða króna og varð þar með dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði í sögunni.

Wall Street Journal greinir frá þessu og þar segir að þar sem Black sé eigandinni séu líkur á að Ópið endi á opinberu safni. Black situr í stjórn tveggja þekktustu listasafna í New York, það er bæði Metropolitan Museum of Art og Museum of Modern Art.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×