Íslenska lýsið stóðst prófið Karen Kjartansdóttir skrifar 15. nóvember 2012 18:41 Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út." Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út."
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira