Eins og svart og hvítt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Fagnað í klefanum Kristinn og Guðjón (til hægri) eru lykilmenn Halmstad. Mynd/Aðsend Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira