Svona vinna vísindin Hans Guttormur Þormar skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun