Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 12:30 Atli Hilmarsson Mynd/Anton Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira