Innlent

Nýr prestur í Bolungarvík

Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir hefur verið kjörin nýr prestur í Bolungarvíkurprestakalli. Hún tekur við embættinu af séra Agnesi M. Sigurðardóttur sem vígð var til biskups yfir Íslandi á dögunum.

Það er biskupinn sem skipar Ástu Ingibjörgu formlega í embættið en það er veitt frá 1. ágúst næstkomandi.

Ásta Ingibjörg hefur gegnt embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli síðan 2009. Hún tekur við af Agnesi í Bolungarvíkurprestakalli sem er ríflega tvöfalt stærra en það í Bíldudal og Tálknafirði. Agnes þjónaði sem sóknarprestur í Bolungarvík í átján ár og sem prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi í þrettán ár. Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði, hefur tekið við prófastsdæminu.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×