Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 11:38 Teslan eyðilagðist í brunanum. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Um var að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og sá þriðji er rétttæplega tvítugur. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reynt að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir eru síðan þrír ákærðir fyrir að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Þingfestingin fór fram Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ákæru er bíllinn metinn á 5,1 milljón. Tryggingafélagið Vörður krefst þess að mennirnir greiði félaginu tæplega 2,8 milljónir. Þá krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði 538 þúsund krónur. „Það liggur fyrir að það var kveikt í bíl lögreglumanns í sumar, sem var talið tengjast starfi viðkomandi,“ sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, við Morgunblaðið í janúar 2024. Lögreglumál Tesla Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Um var að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og sá þriðji er rétttæplega tvítugur. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reynt að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir eru síðan þrír ákærðir fyrir að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Þingfestingin fór fram Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ákæru er bíllinn metinn á 5,1 milljón. Tryggingafélagið Vörður krefst þess að mennirnir greiði félaginu tæplega 2,8 milljónir. Þá krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði 538 þúsund krónur. „Það liggur fyrir að það var kveikt í bíl lögreglumanns í sumar, sem var talið tengjast starfi viðkomandi,“ sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, við Morgunblaðið í janúar 2024.
Lögreglumál Tesla Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira