Hvað með millistéttaraulana? Eygló Þ. Harðardóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Eina bestu grein síðasta árs átti Karl Sigfússon undir fyrirsögninni Ég er kúgaður millistéttarauli. Í henni lýsir hann reynslu sinni af kúgun lánastofnana og stjórnvalda. Hvernig stjórnvöld hafa verðlaunað þá sem skuldsettu sig í topp á kostnað þeirra sem lögðu fram sparifé sitt við fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf. Hvernig þeim hefur verið refsað sem reynt hafa að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar, þrátt fyrir brostnar forsendur. Hvernig ábyrgð og heiðarleiki hafa leitt til þess að viðkomandi situr eftir sem kúgaður millistéttarauli. Nú segja stjórnvöld að ekkert sé frekar hægt að gera fyrir heimilin í landinu. Þessu hafna framsóknarmenn. Góð stjórnvöld verða að forgangsraða í þágu heimilanna. Mikil tækifæri til almennra leiðréttinga skulda heimilanna glötuðust með yfirfærslu bankanna til kröfuhafa og með því að setja ekki þak á hækkun verðbóta í hruninu. Nýtt ár kemur með ný tækifæri. Tækifæri til að gera betur. Tækifæri til að skoða nýjar hugmyndir og lausnir. Því höfum við framsóknarmenn enn á ný reifað hugmyndir til hjálpar skuldsettum heimilum landsins. Við viljum nýta skattkerfið til að leysa úr vanda yfirskuldsettra heimila og takast á við lánsveð og skort á greiðsluvilja. Það yrði gert með því að afborganir af húsnæðislánum yrðu skattfrjálsar upp að vissu marki, til dæmis sem nemur 1-2 milljónum á ári. Skattaafslátturinn yrði svo nýttur sem viðbótargreiðsla inn á húsnæðislánin. Þannig gætu heimilin greitt töluvert meira inn á lánin sín án aukins kostnaðar fyrir þau. Þessi aðferð gæti komið til móts við þann hóp sem hefur gert sitt besta til að standa í skilum, þrátt fyrir að hafa tapað stórum hluta af eigin fé í fasteignum sínum. Tekjur ríkissjóðs myndu lækka eitthvað en á móti kæmu lægri vaxtabætur og auknar tekjur Íbúðalánasjóðs. Við viljum að fulltrúar allra þingflokka og sérfræðingar komi að útfærslu á þessari hugmynd í samvinnuanda og að frumvarp verði lagt fram af ráðherra á vorþingi. Sýnum á nýju ári að ábyrgð, heiðarleiki og réttlæti er íslenska leiðin. Rétta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eina bestu grein síðasta árs átti Karl Sigfússon undir fyrirsögninni Ég er kúgaður millistéttarauli. Í henni lýsir hann reynslu sinni af kúgun lánastofnana og stjórnvalda. Hvernig stjórnvöld hafa verðlaunað þá sem skuldsettu sig í topp á kostnað þeirra sem lögðu fram sparifé sitt við fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf. Hvernig þeim hefur verið refsað sem reynt hafa að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar, þrátt fyrir brostnar forsendur. Hvernig ábyrgð og heiðarleiki hafa leitt til þess að viðkomandi situr eftir sem kúgaður millistéttarauli. Nú segja stjórnvöld að ekkert sé frekar hægt að gera fyrir heimilin í landinu. Þessu hafna framsóknarmenn. Góð stjórnvöld verða að forgangsraða í þágu heimilanna. Mikil tækifæri til almennra leiðréttinga skulda heimilanna glötuðust með yfirfærslu bankanna til kröfuhafa og með því að setja ekki þak á hækkun verðbóta í hruninu. Nýtt ár kemur með ný tækifæri. Tækifæri til að gera betur. Tækifæri til að skoða nýjar hugmyndir og lausnir. Því höfum við framsóknarmenn enn á ný reifað hugmyndir til hjálpar skuldsettum heimilum landsins. Við viljum nýta skattkerfið til að leysa úr vanda yfirskuldsettra heimila og takast á við lánsveð og skort á greiðsluvilja. Það yrði gert með því að afborganir af húsnæðislánum yrðu skattfrjálsar upp að vissu marki, til dæmis sem nemur 1-2 milljónum á ári. Skattaafslátturinn yrði svo nýttur sem viðbótargreiðsla inn á húsnæðislánin. Þannig gætu heimilin greitt töluvert meira inn á lánin sín án aukins kostnaðar fyrir þau. Þessi aðferð gæti komið til móts við þann hóp sem hefur gert sitt besta til að standa í skilum, þrátt fyrir að hafa tapað stórum hluta af eigin fé í fasteignum sínum. Tekjur ríkissjóðs myndu lækka eitthvað en á móti kæmu lægri vaxtabætur og auknar tekjur Íbúðalánasjóðs. Við viljum að fulltrúar allra þingflokka og sérfræðingar komi að útfærslu á þessari hugmynd í samvinnuanda og að frumvarp verði lagt fram af ráðherra á vorþingi. Sýnum á nýju ári að ábyrgð, heiðarleiki og réttlæti er íslenska leiðin. Rétta leiðin.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun