Samþykkja flestar beiðnir um hleranir 13. janúar 2012 09:30 Sigríður Friðjónsdóttir Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira