Samþykkja flestar beiðnir um hleranir 13. janúar 2012 09:30 Sigríður Friðjónsdóttir Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira