Viðskipti innlent

Aflaverðmætið 127 milljarðar

Ísleifur að veiðum Verðmætaaukning loðnuaflans er um 250%.
fréttablaðið/óskar
Ísleifur að veiðum Verðmætaaukning loðnuaflans er um 250%. fréttablaðið/óskar
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 127,2 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins 2011 samanborið við 114 milljarða á sama tímabili 2010, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Aflaverðmæti hefur því aukist um 13,2 milljarða króna eða 11,6% á milli ára.

Verðmæti þorskafla var um 36,9 milljarðar og dróst saman um 0,9% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 9,5 milljörðum og dróst saman um 27,2%.

Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 56,9% milli ára og nam 38,5 milljörðum. Stafar sú aukning að stærstum hluta af verðmætaaukningu loðnuaflans, sem jókst um 250% á milli ára og nam 8,7 milljörðum króna. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×