Viðskipti innlent

Verðbólgan aftur á skrið

seðlabanastjórar Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson.Fréttablaðið/Stefán
seðlabanastjórar Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson.Fréttablaðið/Stefán
Tólf mánaða verðbólga er nú 6,5 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í þessum mánuði hækkaði um 0,28 prósentustig í mánuðinum sem er nokkuð umfram væntingar.

Búist er við því að verðbólga lækki aftur næstu mánuðina en síðustu þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7 prósentustig. Það jafngildir 2,6 prósenta verðbólgu á ári.

Þá er tólf mánaða verðbólga, utan áhrifa húsnæðisverðs, er 5,7 prósent og hækkaði um 0,05 prósentustig milli mánaða.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×