Breytt framtíðarsýn lesblindra Guðmundur S. Johnsen skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Flestar skólabyggingar á Íslandi í dag eru með þeim hætti að fatlaðir eiga auðvelt með að komast inn og af því erum við nokkuð stolt. Aðgengismál í nýjum skólum eru þannig að verulega fatlaðir einstaklingar eiga til þess að gera auðvelt með að komast inn og út um skóladyrnar. Ekkert er sjálfsagðara í hugum okkar. En þegar inn er komið vandast málin. Þá bregður svo við að um það bil 15 til 20% nemenda lenda í vandræðum vegna fötlunar sem skólakerfið er ekki enn tilbúið að takast á við. Ef svo vill til að einstaklingur, sem bundinn er við hjólastól, býr einnig við lesblindu (dyslexíu) þá má segja að hann sé strand þegar hann er kominn inn í skólann. Hin sýnilega fötlun hefur fengið aðstoð en námsefnið er honum sama hindrunin og tröppurnar vegna þess að hann býr við fötlun sem enn hefur ekki fengið þau úrræði sem duga. Hvernig má það vera? Þó lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, betri greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútíma þjóðfélagi ætti nefnilega mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þessa fötlun. Það höfum við hjá Félagi lesblindra bent á en félagið fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Tíðni lesblinduEn áður en lengra er haldið er rétt að útskýra aðeins hvað við er eð eiga, hver er tíðni lesblindu? Fræðimenn nefna tölur allt frá 4% til 20% nemenda í hverjum grunnskóla. Það fer eftir því hvaða viðmið eru notuð og enn er deilt um hvað fellur undir hugtakið dyslexia. Til að sýna við hvað er að eiga má nefna að þekktar eru 70 mismunandi tegundir lesblindu. Breskar rannsóknir, sem framkvæmdar voru árin 2000 og 2001, leiddu í ljós að 4% grunnskólanemenda í Bretlandi voru með alvarlega lesblindu á meðan önnur 6% voru með vægari einkenni lesblindu. Fimm ára gömul könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag lesblindra sýndi að 14,6% nemenda á aldrinum 16 til 24 ára taldi sig glíma við lesblindu eða áþekka annmarka. Því má grunnskólakennari, með 20 nemendur í bekk, eiga von á því að tveir nemendur í bekknum séu lesblindir og aðrir tveir eigi við lestrarörðugleika að etja. Margir lesblindir hafa gengið í gegnum 10 ára nám í grunnskóla með þá tilfinningu að vera alveg vonlausir nemendur. Þeir hafa upplifað pirring og jafnvel niðurlægingu kennara þegar þeir standa sig ekki í náminu. Baklandið er mismunandi heima fyrir og fyrir marga nemendur verður skólavistin að hreinni og klárri kvöl og eftir á finnst þeim að menntakerfið hafi brugðist þeim. Þegar út í lífið er komið fær þjóðfélagið ekki þá þegna sem það gæti fengið og viðkomandi einstaklingar fá ekki þau tækifæri sem ella hefðu beðið þeirra. Svona þarf ekki að fara. Meðal lesblindra einstaklinga eru miklir hæfileikar og geta sem ætti að verða mikilvæg viðbót við samfélagið. Þar eru einstaklingar sem sjá hlutina öðrum augum og koma með aðrar lausnir. Önnur bresk rannsókn leiddi í ljós lesblindu meðal 40% af 300 manna úrtaki sem gert var meðal þekktra breskra athafnamanna. Í þessum hópi eru menn eins og Sir Richard Branson og sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver. Einnig má geta þess að sjálfur Winston Churchill bjó við mikla lestrarerfiðleika sem líklega má rekja til lesblindu. Hugsanlega hefði mátt skrifa handritið að Ræðu Konungs (The King‘s Speech) með öðrum hætti sé þetta haft í huga. Sem betur fer ná margir einstaklingar að uppvinna fötlun sína og sigrast á lífsins erfiðleikum. Að brjóta venjurnarVið hjá Félagi lesblindra reynum að líta svo á að lesblinda sé ekki sjúkdómur þó vissulega sé hún erfið fötlun. Þó hún sé í flestum tilvikum ólæknanleg eru margar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Með þekkingu á lesblindu, árangursríkum náms- og kennsluaðferðum og jákvæðum viðhorfum geta lesblindir náð tökum á tækni og aðferðum sem stuðla að árangri í námi og starfi. Nú í upphafi 21. aldarinnar hefur því skólakerfið allar forsendur til að standa við bakið á þessum nemendum sem í gegnum tíðina hafa ekki fengið þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Það er nauðsynlegt að tryggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Flestar skólabyggingar á Íslandi í dag eru með þeim hætti að fatlaðir eiga auðvelt með að komast inn og af því erum við nokkuð stolt. Aðgengismál í nýjum skólum eru þannig að verulega fatlaðir einstaklingar eiga til þess að gera auðvelt með að komast inn og út um skóladyrnar. Ekkert er sjálfsagðara í hugum okkar. En þegar inn er komið vandast málin. Þá bregður svo við að um það bil 15 til 20% nemenda lenda í vandræðum vegna fötlunar sem skólakerfið er ekki enn tilbúið að takast á við. Ef svo vill til að einstaklingur, sem bundinn er við hjólastól, býr einnig við lesblindu (dyslexíu) þá má segja að hann sé strand þegar hann er kominn inn í skólann. Hin sýnilega fötlun hefur fengið aðstoð en námsefnið er honum sama hindrunin og tröppurnar vegna þess að hann býr við fötlun sem enn hefur ekki fengið þau úrræði sem duga. Hvernig má það vera? Þó lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, betri greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútíma þjóðfélagi ætti nefnilega mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þessa fötlun. Það höfum við hjá Félagi lesblindra bent á en félagið fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Tíðni lesblinduEn áður en lengra er haldið er rétt að útskýra aðeins hvað við er eð eiga, hver er tíðni lesblindu? Fræðimenn nefna tölur allt frá 4% til 20% nemenda í hverjum grunnskóla. Það fer eftir því hvaða viðmið eru notuð og enn er deilt um hvað fellur undir hugtakið dyslexia. Til að sýna við hvað er að eiga má nefna að þekktar eru 70 mismunandi tegundir lesblindu. Breskar rannsóknir, sem framkvæmdar voru árin 2000 og 2001, leiddu í ljós að 4% grunnskólanemenda í Bretlandi voru með alvarlega lesblindu á meðan önnur 6% voru með vægari einkenni lesblindu. Fimm ára gömul könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag lesblindra sýndi að 14,6% nemenda á aldrinum 16 til 24 ára taldi sig glíma við lesblindu eða áþekka annmarka. Því má grunnskólakennari, með 20 nemendur í bekk, eiga von á því að tveir nemendur í bekknum séu lesblindir og aðrir tveir eigi við lestrarörðugleika að etja. Margir lesblindir hafa gengið í gegnum 10 ára nám í grunnskóla með þá tilfinningu að vera alveg vonlausir nemendur. Þeir hafa upplifað pirring og jafnvel niðurlægingu kennara þegar þeir standa sig ekki í náminu. Baklandið er mismunandi heima fyrir og fyrir marga nemendur verður skólavistin að hreinni og klárri kvöl og eftir á finnst þeim að menntakerfið hafi brugðist þeim. Þegar út í lífið er komið fær þjóðfélagið ekki þá þegna sem það gæti fengið og viðkomandi einstaklingar fá ekki þau tækifæri sem ella hefðu beðið þeirra. Svona þarf ekki að fara. Meðal lesblindra einstaklinga eru miklir hæfileikar og geta sem ætti að verða mikilvæg viðbót við samfélagið. Þar eru einstaklingar sem sjá hlutina öðrum augum og koma með aðrar lausnir. Önnur bresk rannsókn leiddi í ljós lesblindu meðal 40% af 300 manna úrtaki sem gert var meðal þekktra breskra athafnamanna. Í þessum hópi eru menn eins og Sir Richard Branson og sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver. Einnig má geta þess að sjálfur Winston Churchill bjó við mikla lestrarerfiðleika sem líklega má rekja til lesblindu. Hugsanlega hefði mátt skrifa handritið að Ræðu Konungs (The King‘s Speech) með öðrum hætti sé þetta haft í huga. Sem betur fer ná margir einstaklingar að uppvinna fötlun sína og sigrast á lífsins erfiðleikum. Að brjóta venjurnarVið hjá Félagi lesblindra reynum að líta svo á að lesblinda sé ekki sjúkdómur þó vissulega sé hún erfið fötlun. Þó hún sé í flestum tilvikum ólæknanleg eru margar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Með þekkingu á lesblindu, árangursríkum náms- og kennsluaðferðum og jákvæðum viðhorfum geta lesblindir náð tökum á tækni og aðferðum sem stuðla að árangri í námi og starfi. Nú í upphafi 21. aldarinnar hefur því skólakerfið allar forsendur til að standa við bakið á þessum nemendum sem í gegnum tíðina hafa ekki fengið þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Það er nauðsynlegt að tryggja.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun