Lendandi á Hólmsheiði í 96-98% tilvika – 95% er nóg Gunnar H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar