Umfangsmikið vandamál 14. febrúar 2012 17:00 "Með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir,“ segir Kristín. Fréttablaðið/Valli Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur. Slysa- og ofbeldisdauði-Áhrifaþættir og þjóðhagslegar afleiðingar heitir meistaraverkefni hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur sem hún varði í byrjun mánaðarins. Um er að ræða lýðheilsugrundaða aftursýna hóprannsókn og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem veitir heildarsýn á umfang og áhrifaþætti dauðsfalla af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin byggir á tölum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og nær yfir tólf ára tímabil eða frá árinu 1996 til 2007. „Hún tekur til allra banaslysa, morða og sjálfsvíga hjá Íslendingum á aldrinum 0 til 101 árs en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nær ofbeldisdauði bæði yfir morð og sjálfsvíg," segir Kristín. Helstu niðurstöður eru þær að slysa og ofbeldisdauði á Íslandi hefur aukist. Eins liggur fyrir að hann er mun algengari hjá körlum en konum sem kemur heim og saman við niðurstöður utan úr heimi. „Munurinn er mikill, en helmingi fleiri karlar dóu af völdum slysa og ofbeldis á tímabilinu en konur og þrisvar sinnum fleiri af völdum sjálfsvíga og morða. Hins vegar kom fram aukning hjá konum sem og í aldurshópnum 67 ára og eldri og er munurinn marktækur þegar búið er að leiðrétta fyrir mannfjöldaaukningu," segir Kristín. „Það sem kemur einnig á óvart er að enginn munur var á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis." Áætlað er að um fimm milljónir manna deyi af völdum slysa og ofbeldis á heimsvísu á hverju ári og þar af 1,6 milljónir vegna ofbeldisverka. Slysa- og ofbeldisdauði er á meðal helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15 til 44 ára og þriðja algengasta dánarorsök í heimi á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á Íslandi létust 1.032 af völdum slysa og ofbeldisverka á því tímabili sem rannsóknin náði til eða að meðaltali 86 á ári. Meðalaldur þeirra sem létust af þessum orsökum var 53 ár. „Þetta er því umfangsmikið vandamál," segir Kristín. En hvað varð til þess þú ákvaðst að fara út í að skoða þessi mál? „Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í bráðum ellefu ár. Það sem sló mig í fyrstu voru dauðaslysin og önnur ótímabær dauðsföll. Þegar ég hóf meistaranám í lýðheilsuvísindum ákvað ég að gera þessu skil en með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir. Það er til mikils að vinna enda eru þetta í öllum tilfellum ótímabær dauðföll sem valda ómældu tilfinningatjóni en einnig þjóðhagslegu tjóni þar sem þessir einstaklingar skila ekki tekjum til þjóðarbúsins." En kemur þú til með að vinna með niðurstöðurnar frekar? „Já, það er draumurinn. Allar þær rannsóknir sem ég hef skoðað í kringum þessi mál sýna mikinn breytileika á milli heimssvæða. Þar hafa efnahagsaðstæður og menningarmunur mikið að segja. Þá eykst dánartíðnin umtalsvert ef lönd lenda í efnahagskreppu. Ég lauk minni rannsókn í lok árs 2007 en árið eftir varð efnahagshrun hér á landi. Mér þætti áhugavert að skoða hvort hrunið hafi haft sömu áhrif hér og þekkist erlendis." vera@frettabladid.is Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur. Slysa- og ofbeldisdauði-Áhrifaþættir og þjóðhagslegar afleiðingar heitir meistaraverkefni hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur sem hún varði í byrjun mánaðarins. Um er að ræða lýðheilsugrundaða aftursýna hóprannsókn og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem veitir heildarsýn á umfang og áhrifaþætti dauðsfalla af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin byggir á tölum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og nær yfir tólf ára tímabil eða frá árinu 1996 til 2007. „Hún tekur til allra banaslysa, morða og sjálfsvíga hjá Íslendingum á aldrinum 0 til 101 árs en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nær ofbeldisdauði bæði yfir morð og sjálfsvíg," segir Kristín. Helstu niðurstöður eru þær að slysa og ofbeldisdauði á Íslandi hefur aukist. Eins liggur fyrir að hann er mun algengari hjá körlum en konum sem kemur heim og saman við niðurstöður utan úr heimi. „Munurinn er mikill, en helmingi fleiri karlar dóu af völdum slysa og ofbeldis á tímabilinu en konur og þrisvar sinnum fleiri af völdum sjálfsvíga og morða. Hins vegar kom fram aukning hjá konum sem og í aldurshópnum 67 ára og eldri og er munurinn marktækur þegar búið er að leiðrétta fyrir mannfjöldaaukningu," segir Kristín. „Það sem kemur einnig á óvart er að enginn munur var á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis." Áætlað er að um fimm milljónir manna deyi af völdum slysa og ofbeldis á heimsvísu á hverju ári og þar af 1,6 milljónir vegna ofbeldisverka. Slysa- og ofbeldisdauði er á meðal helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15 til 44 ára og þriðja algengasta dánarorsök í heimi á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á Íslandi létust 1.032 af völdum slysa og ofbeldisverka á því tímabili sem rannsóknin náði til eða að meðaltali 86 á ári. Meðalaldur þeirra sem létust af þessum orsökum var 53 ár. „Þetta er því umfangsmikið vandamál," segir Kristín. En hvað varð til þess þú ákvaðst að fara út í að skoða þessi mál? „Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í bráðum ellefu ár. Það sem sló mig í fyrstu voru dauðaslysin og önnur ótímabær dauðsföll. Þegar ég hóf meistaranám í lýðheilsuvísindum ákvað ég að gera þessu skil en með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir. Það er til mikils að vinna enda eru þetta í öllum tilfellum ótímabær dauðföll sem valda ómældu tilfinningatjóni en einnig þjóðhagslegu tjóni þar sem þessir einstaklingar skila ekki tekjum til þjóðarbúsins." En kemur þú til með að vinna með niðurstöðurnar frekar? „Já, það er draumurinn. Allar þær rannsóknir sem ég hef skoðað í kringum þessi mál sýna mikinn breytileika á milli heimssvæða. Þar hafa efnahagsaðstæður og menningarmunur mikið að segja. Þá eykst dánartíðnin umtalsvert ef lönd lenda í efnahagskreppu. Ég lauk minni rannsókn í lok árs 2007 en árið eftir varð efnahagshrun hér á landi. Mér þætti áhugavert að skoða hvort hrunið hafi haft sömu áhrif hér og þekkist erlendis." vera@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira