Innlent

Semja um stofnun jarðvangs á Reykjanesi

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, Ásmundur Friðriksson, í Garði, og Árni Sigfússon, í Reykjanesbæ.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, Ásmundur Friðriksson, í Garði, og Árni Sigfússon, í Reykjanesbæ.
Sveitarfélögin Garður, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar hafa skrifað undir samkomulag um stofnun jarðvangs á Reykjanesi.

Bundnar eru vonir við að verkefnið skili sér í aukningu ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og aukinni þekkingu á viðfangsefninu jarðvangur.

Vegna legu sinnar og áhugaverðra jarðsögu- og menningarminja er Reykjanes tilvalið svæði fyrir jarðvang. Jarðvangur myndi sýna á fjölbreyttan hátt samspil náttúru og menningar að fornu og nýju og jarðmyndanir með sérstöðu á heimsvísu. Áhersla er lögð á að nýta þá sérstöðu til áframhaldandi þróunar og uppbyggingar á Suðurnesjum.

Undirbúningsnefnd um jarðvanginn mun hefja umsóknarferli til European Geoparks Network og ráðinn verður verkefnastjóri. Aðilum í ferðaþjónustu og vísindastarfi verður einnig boðin aðild að samstarfsnefndinni og munu sveitarfélögin leggja fram fjármagn í verkefnið árin 2012 og 2013. Jafnframt hefur fengist fjármagn í verkefnið frá Alþingi í gegnum Sóknaráætlun landshluta.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×