Innlent

Jón Þórarinsson tónskáld látinn

Jón Þórarinsson tónskáld er látinn 94 ára að aldri. Hann var fæddur hinn 13. september 1917.

Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Yale í Bandaríkjunum. Hann starfaði meðal annars lengi hjá Ríkisútvarpinu, var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og yfirkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir Jón liggja mörg tónverk.

Jón lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Jakobsdóttur, og sjö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×