Lífsánægja samkynhneigðra unglinga er margfalt minni 15. febrúar 2012 05:30 Þóroddur Bjarnason Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Sjálfsvígshugleiðingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurningar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skólafélagarnir vera óvingjarnlegir," segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir." Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurningar um réttindi og skyldur grunnskólakennara," segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir.- svfréttablaðið/valli Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Sjálfsvígshugleiðingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurningar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skólafélagarnir vera óvingjarnlegir," segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir." Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurningar um réttindi og skyldur grunnskólakennara," segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir.- svfréttablaðið/valli
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira