Innlent

Þjórsá verði tær stangveiðiperla

Eins og Blanda á Þjórsá upptök sín í Hofsjökli.
Eins og Blanda á Þjórsá upptök sín í Hofsjökli.
Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, varpar fram þeirri hugmynd hvort gerlegt sé að draga úr framburði í Þjórsá og breyta ánni í veiðiparadís. Fyrsta skrefið að mati Orra er alltaf að kalla saman hóp sérfræðinga til að rannsaka vatnasvæðið með þessa hugmynd bak við eyrað.

Ef hugmyndir um „hreinsun“ Þjórsár reyndust raunhæfar og gengju eftir telur Orri líklegt að úr yrði ein besta laxveiðiá við Atlantshaf og mikil tekjulind fyrir þjóðfélagið allt.

„Það má minna á það að Þjórsá, eins og Blanda, á upptök sín í Hofsjökli. Með Blönduvirkjun hreinsaðist áin og úr varð sú góða veiðiá sem við þekkjum,“ segir Orri og undirstrikar að um hugmynd sé að ræða og „eftir sé að svara þúsund spurningum“.

Eins og kunnugt er hefur Landsvirkjun áformað byggingu þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár. Hugmyndir um að gera Þjórsá að kosti til að stunda stangveiði fara ekki saman við þær hugmyndir, segir Orri. Hann hefur í ræðu og riti gert því skóna að fiskistofnarnir í ánni myndu líklega aldrei bera sitt barr ef af virkjununum verður.- shá / sjá síðu 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×