Innlent

Lánin 23 milljörðum hærri

Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og gjaldbreytingar hafa hækkað verðtryggð lán íslenskra heimila um 23 milljarða króna frá 1. febrúar 2009 til 1. janúar 2012. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Alls námu verðtryggð lán íslenskra heimila 1.409,6 milljörðum króna í árslok 2011. Verðtryggð lán fyrirtækja námu 282,2 milljörðum króna og hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar hækkað þau um 4,6 milljarða á tímabilinu. Þessar hækkanir þýða 1,63 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs. Þá eru ekki talin almenn vörugjöld, en Hagstofan greinir áhrif þeirra á vísitölu ekki með beinum hætti. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×