Innlent

3.400 hafa sótt um 1.009 dýr

Leyfilegt verður að fella 1.009 hreindýr í ár.
Leyfilegt verður að fella 1.009 hreindýr í ár. fréttablaðið/vilhelm
Um 3.400 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða höfðu borist til Umhverfisstofnunar í gær. Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi rennur út í dag. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út komast ekki í pottinn.

Heimilt verður að veiða allt að 1.009 dýr í ár. Það er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Leyft verður að veiða 588 kýr og 421 tarf.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×