Innlent

Þúsundir spila golf á ferðalagi

Golf virðist ein vinsælasta afþreying ferðafólks.
Golf virðist ein vinsælasta afþreying ferðafólks. fréttablaðið/valli
Könnun Ferðamálastofu meðal innlendra ferðamanna sýnir að 12,7% keyptu sér golfhring á ferðalagi um Ísland. Sama könnun sýnir að 90% Íslendinga 18 ára og eldri ferðuðust um landið og því má ætla að 27 þúsund Íslendingar hafi farið í golf á ferðalagi um landið.

Golf er ein mest keypta afþreying á ferðalögum Íslendinga innanlands. Þó hefur þeim sem kaupa sér golfhring fækkað á milli ára.

GSÍ leikur sér með tölur í fréttatilkynningu og áætlar að hópurinn hafi varið 160 milljónum í vallargjöld utan heimaklúbbs. Þá segir að 16,2% karla sem voru á ferðinni á síðasta ári keyptu golfhring, en 9,2% kvenna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×