Innlent

Tveir þriðju til útlanda í fyrra

17 prósent aðspurðra heimsóttu Siglufjörð í fyrra, en 8 prósent árið þar áður.
17 prósent aðspurðra heimsóttu Siglufjörð í fyrra, en 8 prósent árið þar áður. Fréttablaðið/Vilhelm
FerðamálUm níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. Hlutfallið er svipað og síðustu ár.

„Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3 prósent, en var 56,3 prósent í sambærilegri könnun fyrir ári síðan,“ segir á vef Ferðamálastofu. Ekki munu vera greinanlegar miklar breytingar í ferðaáformum fólks fyrir nýbyrjað ár. Langflestir hafa ferðalög af einhverju tagi á stefnuskránni. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×