Afstýrum öðru hruni Heiðar Már Guðjónsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Í grein minni Hrunið 2016 sem birtist þann 11. febrúar hér í Fréttablaðinu fór ég yfir sviðsmynd sem lýsir því hvernig gjaldeyrishöft, eignabóla og röng stefna ríkisstjórnar og Seðlabanka getur leitt til annars efnahagshruns. Mín skoðun er að hver dagur sem líður á meðan ekki er snúið frá rangri stefnu sé þjóðinni afar dýr. Nú eru meira en þrjú ár liðin frá hruni og atvinnuleysi er enn alltof mikið og fjárfesting í sögulegu lágmarki. Verðbólga er mikil, sem og skuldsetning, vextir háir en það heggur enn mjög í ráðstöfunartekjur heimilanna og ekki bætir stöðugt aukin skattheimta ríkisins stöðuna. Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið og brengla verðmyndun þannig að fjármagn leitar ekki í hagkvæmustu not heldur frekar í froðuna sem byggist upp í kringum eignabólur á fastafjármunum, ekki síst húsnæði. Það er nauðsynlegt að bregðast hratt við og rjúfa þennan vítahring. Það verður best gert með því að ráðast gegn höfuðmeinsemdinni, það er gjaldeyrishöftunum. Margir kaflar hafa verið skrifaðir í hagfræði um hvernig sé best að afnema gjaldeyrishöft, eftir gengisfall og fjármálakrísu. Seðlabankinn er með „áætlun" sem því miður er meingölluð og gengur út á það helst að leysa úr snörunni óábyrga erlenda lánardrottna sem áttu stóran þátt í hruninu. Til þess ætlar Seðlabankinn, fyrir hönd okkar Íslendinga, að eyða miklum tíma og fjármunum þar sem þjóðin endar með reikninginn, skattpínd innan gjaldeyrishafta eins og lýst var í sviðsmyndinni í minni fyrri grein. Áætlun og framkvæmd afnáms gjaldeyrishafta er ein mikilvægasta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar, þar verðum við að hafa hraðar hendur og hafa skynsemi og þor í að velja einföldustu og bestu leiðina. Hún er að afnema gjaldeyrishöft með því að taka upp alþjóðlega mynt, einhliða. Með því vinnst margt: - Afnám gjaldeyrishafta hefur alltaf leitt af sér innstreymi fjármagns, ekki útstreymi þar sem þessi leið hefur verið farin. - Hagvöxtur tekur strax við sér því fjárfesting í hagkerfinu eykst mjög hratt - Alþjóðleg fyrirtæki setja upp útibú eða kaupa innlenda starfsemi á sviði banka, trygginga, olíudreifingar, á matvörumarkaði og víðar, sem eykur samkeppni og bætir hag neytenda - Verðtrygging fellur niður, því hennar er ekki þörf þegar alþjóðleg mynt er annars vegar - Vextir lækka mjög hratt, á nokkrum misserum, ekki árum, að því sem gerist í viðkomandi mynt á alþjóðlegum markaði - Afkoma ríkis batnar, bæði vegna lægri vaxta og aukinna tekna með hagvexti, og forsendur eru til þess að lækka skatta Allt þetta eykur strax ráðstöfunartekjur heimilanna. Verðtrygging hverfur, vextir lækka, atvinna eykst, skattar lækka og samkeppni á markaði skilar lægra verði. En það sem mestu skiptir er að ónýtri peningastjórn er skipt út fyrir alþjóðlega viðurkennda mynt. Það hefur í för með sér að Ísland er aftur opið land, þar sem ekki þarf að sækja um leyfi til þess að eiga alþjóðleg viðskipti eða t.d. fyrir farareyri erlendis. Með því er tryggt að íslenska krónan getur ekki vaxtapínt almenning né búið til þær eignabólur og kreppur sem fylgt hafa henni um árabil. Í hagfræði er alkunna að ekkert fæst ókeypis. Kostnaðurinn við að afsala sér sjálfstæðri peningastjórn er sá að ekki er hægt að prenta peninga í eigin mynt og þar með verðfella þá t.d. til að bjarga bönkum. Miðað við nýafstaðna reynslu heimsins af slíku myndu líklega margir segja að þetta væri kostur, en ekki galli á því að skipta út mynt. Bankar þurfa þá að standa undir sjálfum sér og geta ekki velt reikningnum yfir á almenning. Eins er það svo að gengisfelling eða verðbólga getur á stundum létt undir hjá einhverjum atvinnugreinum eða hópum, en skaðar yfirleitt meginþorra almennings. Ríkið þarf þá líka að sýna meiri ráðdeild og getur ekki rekið sig með fjárlagahalla. Fjárlagahalli í dag er skattar á morgun, þannig að slík ráðdeild ætti að auka hagsæld til lengri tíma, það er þá ekki verið að ganga á hag framtíðarkynslóða. Að skipta út myntinni tekur innan við 3 mánuði. Ísland getur þess vegna valið hvaða dagsetningu sem er, t.d. 30. júní 2012. Hægt er að taka upp evru, dollar eða Kanadadollar en við vitum að Kanada er mjög vinsamlegt í garð þess að við tökum upp mynt þeirra. Sú mynt er talin einhver sú traustasta í heiminum í dag, því náttúruauðlindir landsins eru gríðarlegar og framleiðsla þess mjög svipuð því sem gerist á Íslandi. Áhætta af einhliða upptöku er lítil þar sem hægt er að hafa tímabundin höft á fjármagnsflutningum þar til bankar eru farnir að geta fjármagnað sig erlendis í sinni nýju heimamynt. Dæmin sýna að endurhverf viðskipti og sértryggð fjármögnun íslenskra banka yrðu strax auðveldari ef eignir þeirra væru í viðurkenndri mynt í stað íslensku krónunnar undir gjaldeyrishöftum. Þetta, auk þess trúverðugleika sem ný mynt gefur landinu og atvinnulífinu, mun gera aðlögun að afnámi allra hafta skjótvirka. Andstæðingar einhliða upptöku segja oft að sú leið sé of dýr og láta þar með að því liggja að aðrar leiðir séu ódýrari. Í því felst sú ranga forsenda að það sé til dæmis ókeypis að vera með gríðarlegan gjaldeyrisforða að láni til þess að styðja stefnu um afnám gjaldeyrishafta sem á endanum er dæmd til að mistakast með miklum skaða fyrir íslenska atvinnuvegi og á endanum allt hagkerfið. Einnig er það í besta falli óskhyggja að halda því fram að aflétting gjaldeyrishafta í gegnum þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU) verði ókeypis. Í fyrsta lagi munum við þurfa að bíða í yfir áratug eftir þeirri lausn með tilheyrandi skaða af óbreyttu ástandi og í öðru lagi munum við án efa þurfa að fórna umtalsverðum auðlindahagsmunum þjóðarinnar í samningum til þess að komast inn í Evrópusambandið, verði það samstarf og sú mynt ennþá til staðar þegar á hólminn verður komið. Það er hins vegar skiljanlegt að Seðlabankinn vilji ekki skoða einhliða upptöku þar sem sú leið felur í sér að Seðlabankinn er lagður niður. Afnám gjaldeyrishafta með einhliða upptöku er hins vegar ódýrasta leiðin fyrir aðra Íslendinga vegna þess hversu dýr gjaldeyrishöft eru íslenskum þegnum og atvinnulífi. Í fyrri grein minni, Hrunið 2016, færði ég fyrir því rök að ef ekkert er að gert í peningastjórn þjóðarinnar er líklega annað hrun í uppsiglingu. Ég rita þessar greinar vegna þess að ég lærði af reynslunni frá fyrra hruni að það verður að tala um svona hluti í almennri umræðu á Íslandi. Fyrir hrun byrjaði ég að vara við ójafnvægi og erfiðleikum á Íslandi allt frá árinu 2003 og þá spáði ég því að haustið 2007 myndu eignamarkaðir og krónan gefa mikið eftir við lok stórframkvæmda fyrir austan og þegar alþjóðlegt áhættuálag myndi aukast. Þær viðvaranir mínar náðu þá því miður einungis til bankastjóra, ráðherra, starfsmanna Seðlabankans og annarra innan fjármála- og embættismannakerfisins. Ég vil því skrifa þessar greinar núna opinberlega fyrir almenning til að auka meðvitund um hætturnar af rangri stefnu og benda á að hægt sé að bregðast við þeim. Við Íslendingar höfum ekki efni á öðru en að bregðast hratt við, afnema gjaldeyrishöft og skipta út ónýtri peningastjórn á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hrunið 2016 Það er haustið 2016 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er aftur kominn til Íslands. Í þetta sinn var það íslenska ríkið sem ekki gat staðið við skuldbindingar sínar í erlendri mynt og bankakerfið er aftur komið í ógöngur eftir snarpa gengisfellingu og brostna eignabólu eins og í fyrra hruninu árið 2008. 11. febrúar 2012 06:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í grein minni Hrunið 2016 sem birtist þann 11. febrúar hér í Fréttablaðinu fór ég yfir sviðsmynd sem lýsir því hvernig gjaldeyrishöft, eignabóla og röng stefna ríkisstjórnar og Seðlabanka getur leitt til annars efnahagshruns. Mín skoðun er að hver dagur sem líður á meðan ekki er snúið frá rangri stefnu sé þjóðinni afar dýr. Nú eru meira en þrjú ár liðin frá hruni og atvinnuleysi er enn alltof mikið og fjárfesting í sögulegu lágmarki. Verðbólga er mikil, sem og skuldsetning, vextir háir en það heggur enn mjög í ráðstöfunartekjur heimilanna og ekki bætir stöðugt aukin skattheimta ríkisins stöðuna. Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið og brengla verðmyndun þannig að fjármagn leitar ekki í hagkvæmustu not heldur frekar í froðuna sem byggist upp í kringum eignabólur á fastafjármunum, ekki síst húsnæði. Það er nauðsynlegt að bregðast hratt við og rjúfa þennan vítahring. Það verður best gert með því að ráðast gegn höfuðmeinsemdinni, það er gjaldeyrishöftunum. Margir kaflar hafa verið skrifaðir í hagfræði um hvernig sé best að afnema gjaldeyrishöft, eftir gengisfall og fjármálakrísu. Seðlabankinn er með „áætlun" sem því miður er meingölluð og gengur út á það helst að leysa úr snörunni óábyrga erlenda lánardrottna sem áttu stóran þátt í hruninu. Til þess ætlar Seðlabankinn, fyrir hönd okkar Íslendinga, að eyða miklum tíma og fjármunum þar sem þjóðin endar með reikninginn, skattpínd innan gjaldeyrishafta eins og lýst var í sviðsmyndinni í minni fyrri grein. Áætlun og framkvæmd afnáms gjaldeyrishafta er ein mikilvægasta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar, þar verðum við að hafa hraðar hendur og hafa skynsemi og þor í að velja einföldustu og bestu leiðina. Hún er að afnema gjaldeyrishöft með því að taka upp alþjóðlega mynt, einhliða. Með því vinnst margt: - Afnám gjaldeyrishafta hefur alltaf leitt af sér innstreymi fjármagns, ekki útstreymi þar sem þessi leið hefur verið farin. - Hagvöxtur tekur strax við sér því fjárfesting í hagkerfinu eykst mjög hratt - Alþjóðleg fyrirtæki setja upp útibú eða kaupa innlenda starfsemi á sviði banka, trygginga, olíudreifingar, á matvörumarkaði og víðar, sem eykur samkeppni og bætir hag neytenda - Verðtrygging fellur niður, því hennar er ekki þörf þegar alþjóðleg mynt er annars vegar - Vextir lækka mjög hratt, á nokkrum misserum, ekki árum, að því sem gerist í viðkomandi mynt á alþjóðlegum markaði - Afkoma ríkis batnar, bæði vegna lægri vaxta og aukinna tekna með hagvexti, og forsendur eru til þess að lækka skatta Allt þetta eykur strax ráðstöfunartekjur heimilanna. Verðtrygging hverfur, vextir lækka, atvinna eykst, skattar lækka og samkeppni á markaði skilar lægra verði. En það sem mestu skiptir er að ónýtri peningastjórn er skipt út fyrir alþjóðlega viðurkennda mynt. Það hefur í för með sér að Ísland er aftur opið land, þar sem ekki þarf að sækja um leyfi til þess að eiga alþjóðleg viðskipti eða t.d. fyrir farareyri erlendis. Með því er tryggt að íslenska krónan getur ekki vaxtapínt almenning né búið til þær eignabólur og kreppur sem fylgt hafa henni um árabil. Í hagfræði er alkunna að ekkert fæst ókeypis. Kostnaðurinn við að afsala sér sjálfstæðri peningastjórn er sá að ekki er hægt að prenta peninga í eigin mynt og þar með verðfella þá t.d. til að bjarga bönkum. Miðað við nýafstaðna reynslu heimsins af slíku myndu líklega margir segja að þetta væri kostur, en ekki galli á því að skipta út mynt. Bankar þurfa þá að standa undir sjálfum sér og geta ekki velt reikningnum yfir á almenning. Eins er það svo að gengisfelling eða verðbólga getur á stundum létt undir hjá einhverjum atvinnugreinum eða hópum, en skaðar yfirleitt meginþorra almennings. Ríkið þarf þá líka að sýna meiri ráðdeild og getur ekki rekið sig með fjárlagahalla. Fjárlagahalli í dag er skattar á morgun, þannig að slík ráðdeild ætti að auka hagsæld til lengri tíma, það er þá ekki verið að ganga á hag framtíðarkynslóða. Að skipta út myntinni tekur innan við 3 mánuði. Ísland getur þess vegna valið hvaða dagsetningu sem er, t.d. 30. júní 2012. Hægt er að taka upp evru, dollar eða Kanadadollar en við vitum að Kanada er mjög vinsamlegt í garð þess að við tökum upp mynt þeirra. Sú mynt er talin einhver sú traustasta í heiminum í dag, því náttúruauðlindir landsins eru gríðarlegar og framleiðsla þess mjög svipuð því sem gerist á Íslandi. Áhætta af einhliða upptöku er lítil þar sem hægt er að hafa tímabundin höft á fjármagnsflutningum þar til bankar eru farnir að geta fjármagnað sig erlendis í sinni nýju heimamynt. Dæmin sýna að endurhverf viðskipti og sértryggð fjármögnun íslenskra banka yrðu strax auðveldari ef eignir þeirra væru í viðurkenndri mynt í stað íslensku krónunnar undir gjaldeyrishöftum. Þetta, auk þess trúverðugleika sem ný mynt gefur landinu og atvinnulífinu, mun gera aðlögun að afnámi allra hafta skjótvirka. Andstæðingar einhliða upptöku segja oft að sú leið sé of dýr og láta þar með að því liggja að aðrar leiðir séu ódýrari. Í því felst sú ranga forsenda að það sé til dæmis ókeypis að vera með gríðarlegan gjaldeyrisforða að láni til þess að styðja stefnu um afnám gjaldeyrishafta sem á endanum er dæmd til að mistakast með miklum skaða fyrir íslenska atvinnuvegi og á endanum allt hagkerfið. Einnig er það í besta falli óskhyggja að halda því fram að aflétting gjaldeyrishafta í gegnum þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU) verði ókeypis. Í fyrsta lagi munum við þurfa að bíða í yfir áratug eftir þeirri lausn með tilheyrandi skaða af óbreyttu ástandi og í öðru lagi munum við án efa þurfa að fórna umtalsverðum auðlindahagsmunum þjóðarinnar í samningum til þess að komast inn í Evrópusambandið, verði það samstarf og sú mynt ennþá til staðar þegar á hólminn verður komið. Það er hins vegar skiljanlegt að Seðlabankinn vilji ekki skoða einhliða upptöku þar sem sú leið felur í sér að Seðlabankinn er lagður niður. Afnám gjaldeyrishafta með einhliða upptöku er hins vegar ódýrasta leiðin fyrir aðra Íslendinga vegna þess hversu dýr gjaldeyrishöft eru íslenskum þegnum og atvinnulífi. Í fyrri grein minni, Hrunið 2016, færði ég fyrir því rök að ef ekkert er að gert í peningastjórn þjóðarinnar er líklega annað hrun í uppsiglingu. Ég rita þessar greinar vegna þess að ég lærði af reynslunni frá fyrra hruni að það verður að tala um svona hluti í almennri umræðu á Íslandi. Fyrir hrun byrjaði ég að vara við ójafnvægi og erfiðleikum á Íslandi allt frá árinu 2003 og þá spáði ég því að haustið 2007 myndu eignamarkaðir og krónan gefa mikið eftir við lok stórframkvæmda fyrir austan og þegar alþjóðlegt áhættuálag myndi aukast. Þær viðvaranir mínar náðu þá því miður einungis til bankastjóra, ráðherra, starfsmanna Seðlabankans og annarra innan fjármála- og embættismannakerfisins. Ég vil því skrifa þessar greinar núna opinberlega fyrir almenning til að auka meðvitund um hætturnar af rangri stefnu og benda á að hægt sé að bregðast við þeim. Við Íslendingar höfum ekki efni á öðru en að bregðast hratt við, afnema gjaldeyrishöft og skipta út ónýtri peningastjórn á þessu ári.
Hrunið 2016 Það er haustið 2016 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er aftur kominn til Íslands. Í þetta sinn var það íslenska ríkið sem ekki gat staðið við skuldbindingar sínar í erlendri mynt og bankakerfið er aftur komið í ógöngur eftir snarpa gengisfellingu og brostna eignabólu eins og í fyrra hruninu árið 2008. 11. febrúar 2012 06:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun