Forseti – samein- ingartákn eða stjórnmálamaður? Tryggvi Gíslason skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Í nýársræðu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann ætlaði að láta af starfi forseta Íslands, sagðist eftir að hafa íhugað vandlega ólík sjónarmið varðandi framboðið, að niðurstaðan kynni að hljóma sem þversögn „en er engu að síður sú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis, að ég geti fremur orðið að liði, ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum“. Síðan segir orðrétt í ræðunni: „Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum, sem hafa lengi verið mér kær, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna gegn loftslagsbreytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norðurslóðum og tengsl okkar við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga fólksins og lýðræði í landinu. Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs. … Ég færi ykkur, kæru landsmenn, einlægar þakkir fyrir traustið sem þið hafið lengi sýnt mér, Dorrit og Guðrúnu Katrínu; óska hverjum og einum, ykkur öllum farsældar í framtíðinni.“ Ekkert fer hér milli mála. Engu að síður hefur hópur manna skorað á Ólaf Ragnar að sitja enn eitt kjörtímabilið. Fremstur fer Guðni Ágústsson, gamall flokksbróðir, til að tryggja hagsmuni Íslands í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu auk þess sem hópurinn telur engan núlifandi Íslending geta gegnt embætti forseta Íslands annan en Ólaf Ragnar. Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi einhvers afmarkaðs hóps manna eða samtaka. Hlutverk forseta Íslands er að vera sameiningartákn þjóðarinnar, koma fram fyrir hönd hennar allrar án flokkadrátta. Það gerðu forsetar landsins á undan Ólafi Ragnari. Hlutverk misviturra stjórnmálamanna er að berjast fyrir hagsmunum einstakra hópa og tryggja pólitísk völd. Forseti Íslands á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti, hann á að vera vitur maður og menntaður, víðsýnn og umburðarlyndur – og hann á að leitast við af fremsta megni að vera forseti allra Íslendinga – ekki að stuðla að sundrungu þjóðarinnar. Ef skoðun Guðna Ágústssonar og félaga hans reynist rétt, að einungis einn Íslendingur geti gegnt embætti forseta, er best að ganga aftur Noregskonungi á hönd með Nýja sáttmála – og sjá hvað setur næstu 600 sumur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Sjá meira
Í nýársræðu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann ætlaði að láta af starfi forseta Íslands, sagðist eftir að hafa íhugað vandlega ólík sjónarmið varðandi framboðið, að niðurstaðan kynni að hljóma sem þversögn „en er engu að síður sú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis, að ég geti fremur orðið að liði, ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum“. Síðan segir orðrétt í ræðunni: „Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum, sem hafa lengi verið mér kær, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna gegn loftslagsbreytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norðurslóðum og tengsl okkar við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga fólksins og lýðræði í landinu. Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs. … Ég færi ykkur, kæru landsmenn, einlægar þakkir fyrir traustið sem þið hafið lengi sýnt mér, Dorrit og Guðrúnu Katrínu; óska hverjum og einum, ykkur öllum farsældar í framtíðinni.“ Ekkert fer hér milli mála. Engu að síður hefur hópur manna skorað á Ólaf Ragnar að sitja enn eitt kjörtímabilið. Fremstur fer Guðni Ágústsson, gamall flokksbróðir, til að tryggja hagsmuni Íslands í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu auk þess sem hópurinn telur engan núlifandi Íslending geta gegnt embætti forseta Íslands annan en Ólaf Ragnar. Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi einhvers afmarkaðs hóps manna eða samtaka. Hlutverk forseta Íslands er að vera sameiningartákn þjóðarinnar, koma fram fyrir hönd hennar allrar án flokkadrátta. Það gerðu forsetar landsins á undan Ólafi Ragnari. Hlutverk misviturra stjórnmálamanna er að berjast fyrir hagsmunum einstakra hópa og tryggja pólitísk völd. Forseti Íslands á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti, hann á að vera vitur maður og menntaður, víðsýnn og umburðarlyndur – og hann á að leitast við af fremsta megni að vera forseti allra Íslendinga – ekki að stuðla að sundrungu þjóðarinnar. Ef skoðun Guðna Ágústssonar og félaga hans reynist rétt, að einungis einn Íslendingur geti gegnt embætti forseta, er best að ganga aftur Noregskonungi á hönd með Nýja sáttmála – og sjá hvað setur næstu 600 sumur.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun