Alvarleiki kynferðisbrota gegn börnum – er samræmi í löggjöfinni? Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun