Innlendir orkugjafar verða efldir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Samkvæmt samþykktum stjórnvalda á 20 prósent af fiskskipaflotanum að nota endurnýjanlega orkugjafa árið 2020. Ljóst er að breytingar eru í vændum í þeim geira. fréttablaðið/stefán Dregið verður úr innflutningi jarðefnaeldsneytis og framleiðsla innlendra orkugjafa efld. Hugað verður að flutningi raforku til Evrópu um sæstreng og hagkvæmni mun ráða orkuframleiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu um orkustefnu Íslands. Gagnrýnendur segja hana leggja til hærra raforkuverð og skorta raunhæfar tillögur. Frumorkunotkun Íslendinga árið 2009 jafngildir 67 terawattsstundum á ári. Með frumorkunotkun er átt við orkunám, þ.e. varmi tekinn úr jörðu, afl virkjaðra fossa eða orkugildi olíu. Jarðvarminn skipar þarna stærstan sess og þá vatnsorka. Þriðja uppspretta frumorku á Íslandi kemur úr jarðefnaeldsneyti. Vinna við orkustefnu á Íslandi miðar meðal annars að því að draga úr vægi þessarar þriðju uppsprettu. Í staðinn er ætlunin að notast við innlenda orkuframleiðslu. Á vormánuðum verður innleidd hér á landi Evróputilskipun um hlutfall endurnýjanlegrar orku, en hún á að verða 20 prósent af heildarorkunotkun árið 2020. Þar er ekki um að ræða sama hlutfall í öllum löndum, heldur heildarmarkmið fyrir Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Mjög mismunandi er hve langt á veg lönd eru komin til að ná þessu markmiði. Malta þarf að auka hlutdeild endurnýjanlegrar orku upp í 10 prósent en Svíþjóð í 49 prósent. Vegna sérstöðu Íslands er gert ráð fyrir að hlutfallið hér verði 64 prósent. Hlutfallið er hærra en það nú þegar, eða 67 prósent. Minna jarðefnaeldsneytiÁætluð raforkugeta og núverandi notkun. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Eldsneytisinnflutningur vegur tiltölulega þungt í vöruinnflutningi og viðskipta- og gjaldeyrisjöfnuði hennar. Verðmæti innflutts eldsneytis og smurolíu var 51 milljarður króna árið 2009. Allur vöruinnflutningur það ár nam 410 milljörðum. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að noktun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi og samgöngum verði að minnsta kosti 20 prósent árið 2020, eins og kemur fram í samþykkt um orkuskipti í samgöngum. Höfundar skýrslu um orkustefnu telja einnig mikilvægt að stuðla að orkusparnaði. „Unnt er að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis með orkusparnaði, og þá einkum með sparneytnari bifreiðum, eflingu almenningssamgangna og hvatningu til vistvænni ferðamáta. Líkur eru til þess að ávinningur verði meiri á þessu sviði til skemmri tíma litið en af orkuskiptum." Arður til þjóðarOddný G. Harðardóttir.Skýrsluhöfundar leggja til að stofnaður verði auðlindasjóður sem leigi nýtingarrétt auðlinda út. Miðað er við 25 til 30 ár, en þó geti það verið breytilegt í einstaka tilfellum. Einn nefndarmanna, Gunnar Tryggvason, skilaði séráliti og taldi þennan nýtingartíma of skamman. Lagt er til að sjóðurinn haldi utan um allar orkuauðlindir í eigu ríkisins á einum stað. Oddný G. Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, sagði í framsöguræðu sinni með skýrslunni að unnið væri að því innan forsætisráðuneytisins að útfæra fyrirkomulag auðlindaleigu og nýtingarsamninga vegna auðlinda í eigu ríkisins. Hún sagði það skoðun stýrihópsins að ekki ætti að ganga á framlegð eða arðsemi orkuvinnslu og orkusölu vegna byggða- eða atvinnusjónarmiða í héraði. „Markmiðum á þeim sviðum verði náð með öðrum og almennari hætti, t.d. með hlutdeild nærsamfélags í auðlindarentu." Að sama skapi eigi aðeins arðsemi að ráða þegar í virkjanaframkvæmdir er ráðist. Til umræðuLjóst er að orkustefna er víðfeðmt plagg og kemur inn í flesta anga þjóðlífsins. Oddný lýsti því yfir þegar hún mælti fyrir skýrslunni að plaggið væri til umræðu. Það færi síðan til iðnaðarráðuneytisins þar sem það yrði fullunnið. Gagnrýni á plaggið var einmitt á þeim nótum, eins og sést dæmi um hér fyrir neðan. Að hér væru lögð fram falleg áform án þess að raunverulegar tillögur fylgdu. Þá var einnig gagnrýnt að pólitíska ábyrgð vantaði á þær tillögur sem þó væru lagðar fram í skýrslunni. Mun fela í sér hærra raforkuverðEinar K. Guðfinnsson.Raforkuverð er lægra hér á landi en í Evrópu, eins og skýrsluhöfundar benda á. Þar segir að ef ná eigi svipaðri framlegð hér á landi og í Evrópu þurfi verðlagning orku að færast nær því sem gerist á meginlandsmörkuðunum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir koma skýrt fram í skýrslunni að hækka eigi raforkuverð í landinu. "Þar eru bornar saman tölur um orkuverð hér á landi og í Evrópu. Af þeim má ráða að ef gera á eins og boðað er í plagginu, að færa orkuverð til þess sem gerist í Evrópu, getur það þýtt allt að helmings hækkun á raforku." Einar segir þau rök færð fyrir því að ná eigi meiri arðsemi út úr orkufyrirtækjunum. Hingað til hafi þeirri stefnu hins vegar verið fylgt að láta almenning og fyrirtæki njóta lágs orkuverðs og því væri um algjöra stefnubreytingu að ræða. "Þetta mun ekki bara bitna á stóriðjunni, heldur hlýtur með einhverjum hætti að lenda á almenningi. Ég knúði starfandi iðnaðarráðherra svara, en þau voru heldur léttvæg. Stjórnvöld hafa ekki leyfi til að skila auðu við þessar aðstæður og verða að segja með skýrari hætti hver þeirra afstaða er." Góðar hugmyndir en engar tillögurSigurður Ingi Jónsson.Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir skýrsluna uppfulla af fögrum fyrirheitum. Ýmislegt vanti þó í stefnuna, hún sé almennt orðuð og skortur sé á almennri stefnumótun í málaflokknum. Hann segir fjölmargt þar inni frekar eiga heima í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Of mikið beri á því að talað sé um vernd á ýmsum sviðum en ekki orkunýtingu. Þá segir hann oft og tíðum óljóst hvernig það rímar saman við aðrar áætlanir stjórnvalda. Í því skyni nefnir Sigurður sérstaklega stefnu um erlendar fjárfestingar, sem er til umræðu í atvinnuveganefnd þingsins. „Til hvers er þetta sett fram? Það er út af fyrir sig ágætt að setja þetta á blað, en þarna vantar ákveðnari stefnu í ýmsum málum." Tiltekur Sigurður sérstaklega jöfnun landshluta um aðgengi að orku. „Þetta snertir lítið atvinnuvegastefnu og fjárfestingarstefnu. Hvernig á að byggja upp á þessum svæðum? Á að gera það með línum inn á þau eða að virkja? Þetta vantar allt." Þá kvartar Sigurður Ingi yfir því að ekkert sé fjallað um jöfnun húshitunarkostnaðar í skýrslunni. Allir þegnar landsins verði að sitja við sama borð, það varði jöfnun lífsskilyrða á landinu öllu. Heildarstefna um mögulegar orkulindir landsinsVerkefni stýrihópsins voru eftirfarandi: Ná heildaryfirsýn yfir mögulegar orkulindir landsins, aðferðir og tækni við nýtingu þeirra, hugsanleg umhverfisáhrif og sjálfbærni nýtingarinnar ásamt rekstrarlegri og þjóðhagslegri hagkvæmni. Fara sérstaklega yfir möguleika og hugsanlegar aðferðir stjórnvalda til þess að stjórna nýtingu orkunnar m.t.t. sjálfbærni, efnahagslegrar uppbyggingar og stöðugleika. Stýrihópurinn skal sérstaklega fjalla um möguleika á að nýta orkulindirnar og sérþekkingu okkar og reynslu á sviði orkumála til atvinnuuppbyggingar á næstu árum. Stýrihópurinn skal skoða möguleika á samvinnu við aðrar þjóðir í orkumálum og gera tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að efla slíka samvinnu ef hagkvæmt er talið. Stýrihópurinn skal gera tillögu að forgangsröðun á nýtingu orkunnar með hliðsjón af áherslum og markmiðum ríkisstjórnarinnar, s.s. í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Móta skal skýra stefnu og markmið um minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis og losun koltvísýrings með betri orkunýtni, orkusparnaði, hagrænum hvötum og með því að þróa og nýta vistvæna orkugjafa fyrir bifreiðar, tæki og skip. Meta stöðu Íslands með tilliti til orkuöryggis og viðbúnaðar til að bregðast við utanaðkomandi aðstæðum. Kortleggja fræðslu og rannsóknir á sviði orkumála og gera tillögur um samstarfsvettvang sem kanni möguleika á betri samhæfingu og samstarfi mismunandi starfseininga. Stýrihópurinn skal í starfi sínu leitast við að skilgreina og tímasetja markmið og kennistærðir þannig að hægt sé að mæla þróun og árangur á sviði orkunýtingar og minni umhverfisáhrifa Í hópnum sátu: Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður, Bergur Sigurðsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Guðni A. Jóhannesson, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Gunnar Tryggvason og Salvör Jónsdóttir. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Dregið verður úr innflutningi jarðefnaeldsneytis og framleiðsla innlendra orkugjafa efld. Hugað verður að flutningi raforku til Evrópu um sæstreng og hagkvæmni mun ráða orkuframleiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu um orkustefnu Íslands. Gagnrýnendur segja hana leggja til hærra raforkuverð og skorta raunhæfar tillögur. Frumorkunotkun Íslendinga árið 2009 jafngildir 67 terawattsstundum á ári. Með frumorkunotkun er átt við orkunám, þ.e. varmi tekinn úr jörðu, afl virkjaðra fossa eða orkugildi olíu. Jarðvarminn skipar þarna stærstan sess og þá vatnsorka. Þriðja uppspretta frumorku á Íslandi kemur úr jarðefnaeldsneyti. Vinna við orkustefnu á Íslandi miðar meðal annars að því að draga úr vægi þessarar þriðju uppsprettu. Í staðinn er ætlunin að notast við innlenda orkuframleiðslu. Á vormánuðum verður innleidd hér á landi Evróputilskipun um hlutfall endurnýjanlegrar orku, en hún á að verða 20 prósent af heildarorkunotkun árið 2020. Þar er ekki um að ræða sama hlutfall í öllum löndum, heldur heildarmarkmið fyrir Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Mjög mismunandi er hve langt á veg lönd eru komin til að ná þessu markmiði. Malta þarf að auka hlutdeild endurnýjanlegrar orku upp í 10 prósent en Svíþjóð í 49 prósent. Vegna sérstöðu Íslands er gert ráð fyrir að hlutfallið hér verði 64 prósent. Hlutfallið er hærra en það nú þegar, eða 67 prósent. Minna jarðefnaeldsneytiÁætluð raforkugeta og núverandi notkun. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Eldsneytisinnflutningur vegur tiltölulega þungt í vöruinnflutningi og viðskipta- og gjaldeyrisjöfnuði hennar. Verðmæti innflutts eldsneytis og smurolíu var 51 milljarður króna árið 2009. Allur vöruinnflutningur það ár nam 410 milljörðum. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að noktun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi og samgöngum verði að minnsta kosti 20 prósent árið 2020, eins og kemur fram í samþykkt um orkuskipti í samgöngum. Höfundar skýrslu um orkustefnu telja einnig mikilvægt að stuðla að orkusparnaði. „Unnt er að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis með orkusparnaði, og þá einkum með sparneytnari bifreiðum, eflingu almenningssamgangna og hvatningu til vistvænni ferðamáta. Líkur eru til þess að ávinningur verði meiri á þessu sviði til skemmri tíma litið en af orkuskiptum." Arður til þjóðarOddný G. Harðardóttir.Skýrsluhöfundar leggja til að stofnaður verði auðlindasjóður sem leigi nýtingarrétt auðlinda út. Miðað er við 25 til 30 ár, en þó geti það verið breytilegt í einstaka tilfellum. Einn nefndarmanna, Gunnar Tryggvason, skilaði séráliti og taldi þennan nýtingartíma of skamman. Lagt er til að sjóðurinn haldi utan um allar orkuauðlindir í eigu ríkisins á einum stað. Oddný G. Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, sagði í framsöguræðu sinni með skýrslunni að unnið væri að því innan forsætisráðuneytisins að útfæra fyrirkomulag auðlindaleigu og nýtingarsamninga vegna auðlinda í eigu ríkisins. Hún sagði það skoðun stýrihópsins að ekki ætti að ganga á framlegð eða arðsemi orkuvinnslu og orkusölu vegna byggða- eða atvinnusjónarmiða í héraði. „Markmiðum á þeim sviðum verði náð með öðrum og almennari hætti, t.d. með hlutdeild nærsamfélags í auðlindarentu." Að sama skapi eigi aðeins arðsemi að ráða þegar í virkjanaframkvæmdir er ráðist. Til umræðuLjóst er að orkustefna er víðfeðmt plagg og kemur inn í flesta anga þjóðlífsins. Oddný lýsti því yfir þegar hún mælti fyrir skýrslunni að plaggið væri til umræðu. Það færi síðan til iðnaðarráðuneytisins þar sem það yrði fullunnið. Gagnrýni á plaggið var einmitt á þeim nótum, eins og sést dæmi um hér fyrir neðan. Að hér væru lögð fram falleg áform án þess að raunverulegar tillögur fylgdu. Þá var einnig gagnrýnt að pólitíska ábyrgð vantaði á þær tillögur sem þó væru lagðar fram í skýrslunni. Mun fela í sér hærra raforkuverðEinar K. Guðfinnsson.Raforkuverð er lægra hér á landi en í Evrópu, eins og skýrsluhöfundar benda á. Þar segir að ef ná eigi svipaðri framlegð hér á landi og í Evrópu þurfi verðlagning orku að færast nær því sem gerist á meginlandsmörkuðunum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir koma skýrt fram í skýrslunni að hækka eigi raforkuverð í landinu. "Þar eru bornar saman tölur um orkuverð hér á landi og í Evrópu. Af þeim má ráða að ef gera á eins og boðað er í plagginu, að færa orkuverð til þess sem gerist í Evrópu, getur það þýtt allt að helmings hækkun á raforku." Einar segir þau rök færð fyrir því að ná eigi meiri arðsemi út úr orkufyrirtækjunum. Hingað til hafi þeirri stefnu hins vegar verið fylgt að láta almenning og fyrirtæki njóta lágs orkuverðs og því væri um algjöra stefnubreytingu að ræða. "Þetta mun ekki bara bitna á stóriðjunni, heldur hlýtur með einhverjum hætti að lenda á almenningi. Ég knúði starfandi iðnaðarráðherra svara, en þau voru heldur léttvæg. Stjórnvöld hafa ekki leyfi til að skila auðu við þessar aðstæður og verða að segja með skýrari hætti hver þeirra afstaða er." Góðar hugmyndir en engar tillögurSigurður Ingi Jónsson.Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir skýrsluna uppfulla af fögrum fyrirheitum. Ýmislegt vanti þó í stefnuna, hún sé almennt orðuð og skortur sé á almennri stefnumótun í málaflokknum. Hann segir fjölmargt þar inni frekar eiga heima í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Of mikið beri á því að talað sé um vernd á ýmsum sviðum en ekki orkunýtingu. Þá segir hann oft og tíðum óljóst hvernig það rímar saman við aðrar áætlanir stjórnvalda. Í því skyni nefnir Sigurður sérstaklega stefnu um erlendar fjárfestingar, sem er til umræðu í atvinnuveganefnd þingsins. „Til hvers er þetta sett fram? Það er út af fyrir sig ágætt að setja þetta á blað, en þarna vantar ákveðnari stefnu í ýmsum málum." Tiltekur Sigurður sérstaklega jöfnun landshluta um aðgengi að orku. „Þetta snertir lítið atvinnuvegastefnu og fjárfestingarstefnu. Hvernig á að byggja upp á þessum svæðum? Á að gera það með línum inn á þau eða að virkja? Þetta vantar allt." Þá kvartar Sigurður Ingi yfir því að ekkert sé fjallað um jöfnun húshitunarkostnaðar í skýrslunni. Allir þegnar landsins verði að sitja við sama borð, það varði jöfnun lífsskilyrða á landinu öllu. Heildarstefna um mögulegar orkulindir landsinsVerkefni stýrihópsins voru eftirfarandi: Ná heildaryfirsýn yfir mögulegar orkulindir landsins, aðferðir og tækni við nýtingu þeirra, hugsanleg umhverfisáhrif og sjálfbærni nýtingarinnar ásamt rekstrarlegri og þjóðhagslegri hagkvæmni. Fara sérstaklega yfir möguleika og hugsanlegar aðferðir stjórnvalda til þess að stjórna nýtingu orkunnar m.t.t. sjálfbærni, efnahagslegrar uppbyggingar og stöðugleika. Stýrihópurinn skal sérstaklega fjalla um möguleika á að nýta orkulindirnar og sérþekkingu okkar og reynslu á sviði orkumála til atvinnuuppbyggingar á næstu árum. Stýrihópurinn skal skoða möguleika á samvinnu við aðrar þjóðir í orkumálum og gera tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að efla slíka samvinnu ef hagkvæmt er talið. Stýrihópurinn skal gera tillögu að forgangsröðun á nýtingu orkunnar með hliðsjón af áherslum og markmiðum ríkisstjórnarinnar, s.s. í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Móta skal skýra stefnu og markmið um minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis og losun koltvísýrings með betri orkunýtni, orkusparnaði, hagrænum hvötum og með því að þróa og nýta vistvæna orkugjafa fyrir bifreiðar, tæki og skip. Meta stöðu Íslands með tilliti til orkuöryggis og viðbúnaðar til að bregðast við utanaðkomandi aðstæðum. Kortleggja fræðslu og rannsóknir á sviði orkumála og gera tillögur um samstarfsvettvang sem kanni möguleika á betri samhæfingu og samstarfi mismunandi starfseininga. Stýrihópurinn skal í starfi sínu leitast við að skilgreina og tímasetja markmið og kennistærðir þannig að hægt sé að mæla þróun og árangur á sviði orkunýtingar og minni umhverfisáhrifa Í hópnum sátu: Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður, Bergur Sigurðsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Guðni A. Jóhannesson, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Gunnar Tryggvason og Salvör Jónsdóttir.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira