Íbúar þreyttir á ýlfri frá Norðurturninum 16. febrúar 2012 06:00 Talsmaður íbúa í Lindasmára segir vindhljóð frá hinum ókláraða og ófrágengna Norðurturni við Smáralind valda íbúum í nágrenninu miklu ónæði. Fréttablaðið/Vilhelm Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, formaður lóðafélagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan framkvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfaldlega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norðurturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vandamál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitingastöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið tilefni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðunum. „Þetta er eins og öskuhaugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturninn sé eigendum Smáralindar einnig mikill þyrnir í augum. Þrotabúið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi framkvæmdir og hvergi að finna kaupanda að þeim hluta byggingarinnar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Lindasmára. gar@frettabladid.is Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, formaður lóðafélagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan framkvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfaldlega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norðurturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vandamál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitingastöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið tilefni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðunum. „Þetta er eins og öskuhaugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturninn sé eigendum Smáralindar einnig mikill þyrnir í augum. Þrotabúið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi framkvæmdir og hvergi að finna kaupanda að þeim hluta byggingarinnar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Lindasmára. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira