Innlent

Skinnaiðnaður eflist á Íslandi

Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns hf.
Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns hf.
Útlit er fyrir að yfirgnæfandi meirihluti alls gæruskinns sem er sútaður hérlendis á árinu, eða um 95 prósent, verði fluttur úr landi. Þannig verða 75 þúsund mokkaskinn seld ytra en það er tæplega helmings aukning miðað við í fyrra.

„Þetta eru vitanlega gleðitíðindi. Við sjáum fram á að veltan aukist um helming miðað við á síðasta ári. Fari úr á bilinu 180-190 milljónum upp í 350 milljónir íslenskra króna, sem er met í sögu fyrirtækisins,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns hf., sem er eina fyrirtækið sem framleiðir sútað skinn á Íslandi.

Veiking krónunnar hefur gert framleiðsluna hagstæða á ný, en ekkert var framleitt árin 2005 til 2007 að sögn Gunnsteins. Hann reiknar með að útflutningur aukist enn meira á næsta ári.

- rve




Fleiri fréttir

Sjá meira


×