Eftirlitshlutverk ráðuneyta Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræða um opinbert eftirlit skýtur reglulega upp kollinum, sérstaklega þegar stofnunum eru veitt ný úrræði til að halda uppi eftirliti eða þegar eftirlit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlitshlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rannsóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlitsEftirlit ráðuneyta með stofnunum ræðst m.a. af þekkingu starfsmanna ráðuneyta á viðfangsefni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðumenn oft ráðnir vegna fagþekkingar sinnar á starfseminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðarþekkingu á starfsemi stofnana ráðuneyta. Rekstrarþekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofarlega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrarlega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skilvirkni verkferla og ánægja starfsmanna eru meðal þátta sem fengið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmannastjórnun yfir í árangursmiðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskiptavina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfsmanna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjölbreyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlitRáðuneyti eiga að hafa yfirumsjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa framkvæmd, eins og löggæslumál, velferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skilgreint nánar hvernig eftirliti ráðuneyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sérstaklega að vera. Það er einna helst eftirlit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grundvallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftirlit ráðuneyta ákveðnum breytingum með tilkomu árangursstjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfirstjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opinbera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamarkaði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórnvöldum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnarráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðuneyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með stjórnvöldum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun