Sæll aftur Sighvatur Björgvinsson 16. febrúar 2012 16:00 Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mikið bar á Sighvati Björgvinsyni í Silfri Egils á sunnudag. Hann tilheyrir þeim hópi fólks sem gjarnan er talið til forréttindastéttarinnar á Íslandi. Fólki sem hefur, t.d. fengið að vera forstjórar ríkisstofnana þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi. Fólk úr þessari stétt er misjafnt að gerð en heldur oft í sakleysi sínu að það hafi yfirburði og vanmetur gjarnan hæfni annarra. Heldur að það þurfi að útskýra fyrir vel menntuðu fólki einföld reikningsdæmi sem það í sakleysi sínu telur að aðrir skilji ekki. Ógagnrýninn og naumur hugurinn telur að aðeins þurfi að skoða eina breytu. En við erum ekki eingöngu að skoða eina breytu. Við erum að skoða arfleifðina sem samfélagskiminn sem Sighvatur tilheyrir hefur skilið eftir fyrir ungu kynslóðina að glíma við. Unga kynslóðin í dag kaus ekki Sighvat og samferðamenn hans til valda og því er það yfirsjón að fullyrða að unga kynslóðin beri einhverja sök. En forréttindastéttin vill gjarnan deila sök með alþýðunni eða jafnvel að alþýðan taki á sig sökina og sökin verði kölluð „þjóðarsekt". Það var ekki unga kynslóðin sem valdi það fyrirkomulag sem hefur gilt um stjórnun lífeyrissjóðanna. Á fyrirhrunstímabilinu var sparnaður launþega notaður til þess að halda uppi háu gengi krónunnar með afleiðusamningum. Í þessu skjóli tæmdu eigendur banka og stórfyrirtækja gjaldeyrisvarasjóðinn og færðu fjármagn á aflandseyjar. Oftar en ekki var þetta gert með fjármagni sem lífeyrissjóðirnir lánuðu og töpuðu. Lífeyrissjóðirnir héldu hinsvegar að sér höndum í erlendum fjárfestingum og spyrja má hvort að tilgangurinn hafi verið að skapa svigrúm fyrir þá sem lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu á þessum tíma og stjórnendur þáðu af veglegar gjafir. Við blasir skelfileg ástand í lífeyrissjóðum landsmanna og stjórnendur sem tóku þátt í þeirri fléttu að hreinsa upp eignir almennings og færa þær í vasa forréttindastéttarinnar á Íslandi sitja enn í forystu sjóðanna og sýna enga iðrun. Gjafir útrásavíkinganna voru máttugar. Í kjölfar þessara hamfara birtist Sighvatur og segir tíu deilt með tveimur eru fimm og þess vegna á unga kynslóðin að vera ábyrg. Hver á að greiða hundruð milljarða skuldir ríkissjóðs? Hver á að borga stökkbreyttu lánin? Hver á að fjármagna samning nýja Landsbankans við þann gamla upp á 280 milljarða til þess að setja í Icesave hítina? Hver á að fjármagna B deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar eftir 2020 vantar í hann átta milljarða á ári til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt tryggingarfræðilegu mati? Hver á að fóðra vasa erlendra vogunarsjóða sem keypu skuldabréfin á 5% af nafnvirði skuldanna? Jú, unga kynslóðin sem í frekju sinni spyr hvort að hún eigi að axla ábyrgðina af þeim hryllingi sem kynslóð Sighvats Björgvinssonar með skammsýni og einföldum reikningsdæmum kölluðu yfir þjóðina. Eina leiðin til þess að komast upp úr þeirri hít sem stjórnvöld hafa með illa hugsuðum aðgerðum komið þjóðinni í er að endurhugsa allt kerfið. Enginn á að þurfa að svelta. Til þess að ná árangri þarf að treysta atvinnulíf og menntun og hlúa að yngri kynslóðinni sem á að bera uppi framtíð þessa lands. Leysa þarf atvinnulífið úr viðjum hafta og virða frumbyggjarétt landsbyggðarinnar til þess að sækja miðin. Leggja þarf áherslu á verðmætasköpun með fullvinnslu innanlands og útflutningi. Ríkið á að taka að sér að vernda neytendur. Stjórnmálamenn hafa haldið stjórnsýslunni í gíslingu og notað hana til þess að styrkja völd sín og úthluta ívilnanir til aðila sem hafa skilið efnahagslíf þjóðarinnar í rjúkandi rústum. En gerendurnir sitja á feitum eftirlaunum, þeim hefur verið úthlutuð störf hjá alþjóðastofnunum með glimrandi meðmælum úr utanríkisráðuneytinu. Þeir sitja í stjórnum og ráða sínum ráðum. Á skjánum birtast svo málssvarar þeirra sem segja látið bara unga fólkið borga. Unga fólkið er að flýja land og hver á fjármagna lífeyrissjóðina þegar þeir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. En það er í kortunum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun