Innlent

Hófu byggingu stúdentagarða

Þau Páll og Lilja Dögg byrjuðu verkið í gærdag. Áætlað er að garðarnir rísi á næsta ári.
Þau Páll og Lilja Dögg byrjuðu verkið í gærdag. Áætlað er að garðarnir rísi á næsta ári. fréttablaðið/Valli
Framkvæmdir hófust í gær við byggingu nýrra stúdentagarða á lóð Háskóla Íslands. Framkvæmdirnar eru stærstu byggingaframkvæmdir á Íslandi frá haustinu 2008, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, og Lilja Dögg Jónsdóttir, fulltrúi stúdenta, hófu framkvæmdirnar í gær. Fjögur hús munu rísa á svæðinu, og í þeim verða 297 íbúðir. Gert er ráð fyrir því að fyrri áfanga ljúki í lok júlí á næsta ári en þeim ljúki í heild í lok ársins 2013. Kostnaðurinn við verkið verður um þrír milljarðar. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×