Straumhvörf í stéttabaráttu Andrea J. Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar