Sanngjörn skipting: 82% - 18%? Steinar Berg Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Á síðustu 20 árum hefur fjöldi ferðamanna til Íslands fjórfaldast úr 150 þús. í 600 þús. – milljón innan fárra ára er því ekki óraunhæft mat. Umræða, stefnumótun og skipulag hlýtur að taka mið af þessari fyrirsjáanlegu þróun. Á meðan hætta er á að farið verði yfir þolmörk ferðamannastaða á Suðurlandi eru kostir Vesturlands vannýttir. Undirstaða framþróunar er ný hugsun í samgöngumálum svæðisins; tengja það betur til hringaksturs á bundnu slitlagi, innan svæðis og með tengingu við önnur landssvæði. Lykilatriði er tenging í gegnum Lundarreykjadal um Uxahryggi til Þingvalla. Um 60 km leið og tiltölulega hagkvæm framkvæmd. Þannig skapast möguleikar á hringakstri á bundnu slitlagi frá höfuðborgarsvæðinu um Vesturland og Suðurland. Þetta byði upp á fjölbreytta nýja ferðamöguleika. T.d. hringferð með a.m.k. jafn marga athyglisverða áfangastaði og nú er boðið upp á þegar farinn er hringurinn á þjóðvegi 1, en mun hagkvæmari hvað varðar: orku, akstur, slit á vegum, nýtingu tækja og vinnutíma, ásamt því að fjölga ánægjustundum ferðamanna. Einnig myndi slík vegagerð dreifa umferð á álagstímum sumarsins og efla þar með öryggi á vegum þegar stór hluti ferðamanna færir sig til eftir veðri, á milli landsvæða eftir Suðurlands- og Vesturlandsveginum. Svo og: lengja ferðatímann og styrkja ferðamennsku utan háannatíma. Þannig þjónar veggerðin bæði svæðisbundinni atvinnuuppbyggingu jafnt sem heildarhagsmunum ferðaþjónustu á Íslandi enda hefur stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar tilnefnt þessa veggerð sem forgangsverkefni í samgöngumálum. Meira þarf til. Lengi hefur verið rætt um uppbyggðan fjallveg yfir Kaldadal í stað þeirrar niðurgröfnu, stórgrýttu forarslóðar sem þar er. Slík framkvæmd og tenging við bundið slitlag á Uxahryggjavegi myndi stórefla upplifun og aðgengi og hnykkja á sérstöðu svæðisins. Bundið slitlag um Skógarströnd myndi stuðla að því að gera Vesturland að heildstæðara ferðasvæði; skapa ferðamannaleið milli Snæfellsness og Dalabyggðar og afar skemmtilegan hringakstur með tengingu við núverandi vegi, auk þess að tengja saman byggðarlög. Það er örugglega vandasamt verk að setja saman samgönguáætlun. Endanleg útfærsla og ákvörðunartaka er í höndum fólks sem fær greitt fyrir þá vinnu og er treyst til að gæta hagsmuna sinna landsvæða. Öllum er kunnugt um að úr minna fjármagni er að spila og því mikilvægt að jafnræðis- og sanngirnissjónarmið séu höfð í hávegum við útdeilingu fjármuna. Innanríkisráðherra hefur stigið fram og sagt að Vestfirðir eigi að fá hlutfallslega mest til að bæta samgöngur á því landsvæði umfram annars staðar. Með réttu ætti þetta að þýða að NV-kjördæmi fengi verulegt, sértækt viðbótarframlag til þess að standa undir slíku átaki. En svo er ekki. NV-kjördæmi fær aðeins 14% eða 3,8 milljörðum meira heldur en NA-kjördæmi. Sú upphæð er óverulegur hluti þess sem fyrirhugað er til vegabóta á Vestfjörðum. Stóra myndin er þessi: Fyrir Alþingi liggur samgönguáætlun, sem er stefnumótandi til 12 ára. Búið er að tilgreina 30,625 milljarða til ákveðinna vegaframkvæmda í NV-kjördæmi. Þar af fara 25,245 milljarðar eða 82% til Vestfjarða en 5,380 milljarðar eða 18% til annarra vegaframkvæmda í kjördæminu. Ef slæmar vegasamgöngur á Vestfjörðum eru afleiðing sniðgöngu undanfarinna ára og áratuga, þá er þessi nýja samgönguáætlun áframhald þeirrar vitlausu stefnu – með öfugum formerkjum. Nú skal sniðganga hin svæðin í NV-kjördæmi þ.m.t. áðurnefndar vegabætur um Uxahryggi og Lundarreykjadal, Kaldadal og Skógarströnd. Annaðhvort í ökkla eða eyra. Kunna þeir sem stjórna þessum málum sér ekki meðalhóf? Það hlýtur að vera eðlileg krafa að líta til heildarinnar; og ekki getur samviskubit stjórnmálamanna út af fortíðinni verið grundvöllur framtíðarákvarðana á þessum vettvangi. Vestfirðir eru um þriðjungur af flatarmáli NV-kjördæmis og Vestfirðingar tæpur fjórðungur af íbúafjölda kjördæmisins. Eru slík viðmið grundvöllur til skiptingar á því fé sem verja á til samgöngubóta? Varla. Út frá hverju skal ganga? Undanfarið hafa þingmenn NV-kjördæmis viðrað skoðanir sínar hvað fiskveiðistjórn og kvóta varðar; talað um sanngirni og jafnræði og varað við samþjöppun í skiptingu fiskikvótans. Hvernig eiga þessi hugtök við þegar kemur að skiptingu vegakvóta kjördæmisins? Samgöngur skipta íbúa landsbyggðar afar miklu máli og eru undirstaða atvinnuuppbyggingar framtíðarinnar. Þær eru alls ekki einkamál innanríkisráðherra. Hverjar eru forsendur þess að sitjandi ráðherra og meðvirkir þingmenn ákveða: 82% Vestfirðir og 18% rest? Eru þær vandaðar og faglegar eða ósanngjarnt offors á kostnað annarra íbúa NV-kjördæmis og ferðaþjónustunnar í heild? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á síðustu 20 árum hefur fjöldi ferðamanna til Íslands fjórfaldast úr 150 þús. í 600 þús. – milljón innan fárra ára er því ekki óraunhæft mat. Umræða, stefnumótun og skipulag hlýtur að taka mið af þessari fyrirsjáanlegu þróun. Á meðan hætta er á að farið verði yfir þolmörk ferðamannastaða á Suðurlandi eru kostir Vesturlands vannýttir. Undirstaða framþróunar er ný hugsun í samgöngumálum svæðisins; tengja það betur til hringaksturs á bundnu slitlagi, innan svæðis og með tengingu við önnur landssvæði. Lykilatriði er tenging í gegnum Lundarreykjadal um Uxahryggi til Þingvalla. Um 60 km leið og tiltölulega hagkvæm framkvæmd. Þannig skapast möguleikar á hringakstri á bundnu slitlagi frá höfuðborgarsvæðinu um Vesturland og Suðurland. Þetta byði upp á fjölbreytta nýja ferðamöguleika. T.d. hringferð með a.m.k. jafn marga athyglisverða áfangastaði og nú er boðið upp á þegar farinn er hringurinn á þjóðvegi 1, en mun hagkvæmari hvað varðar: orku, akstur, slit á vegum, nýtingu tækja og vinnutíma, ásamt því að fjölga ánægjustundum ferðamanna. Einnig myndi slík vegagerð dreifa umferð á álagstímum sumarsins og efla þar með öryggi á vegum þegar stór hluti ferðamanna færir sig til eftir veðri, á milli landsvæða eftir Suðurlands- og Vesturlandsveginum. Svo og: lengja ferðatímann og styrkja ferðamennsku utan háannatíma. Þannig þjónar veggerðin bæði svæðisbundinni atvinnuuppbyggingu jafnt sem heildarhagsmunum ferðaþjónustu á Íslandi enda hefur stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar tilnefnt þessa veggerð sem forgangsverkefni í samgöngumálum. Meira þarf til. Lengi hefur verið rætt um uppbyggðan fjallveg yfir Kaldadal í stað þeirrar niðurgröfnu, stórgrýttu forarslóðar sem þar er. Slík framkvæmd og tenging við bundið slitlag á Uxahryggjavegi myndi stórefla upplifun og aðgengi og hnykkja á sérstöðu svæðisins. Bundið slitlag um Skógarströnd myndi stuðla að því að gera Vesturland að heildstæðara ferðasvæði; skapa ferðamannaleið milli Snæfellsness og Dalabyggðar og afar skemmtilegan hringakstur með tengingu við núverandi vegi, auk þess að tengja saman byggðarlög. Það er örugglega vandasamt verk að setja saman samgönguáætlun. Endanleg útfærsla og ákvörðunartaka er í höndum fólks sem fær greitt fyrir þá vinnu og er treyst til að gæta hagsmuna sinna landsvæða. Öllum er kunnugt um að úr minna fjármagni er að spila og því mikilvægt að jafnræðis- og sanngirnissjónarmið séu höfð í hávegum við útdeilingu fjármuna. Innanríkisráðherra hefur stigið fram og sagt að Vestfirðir eigi að fá hlutfallslega mest til að bæta samgöngur á því landsvæði umfram annars staðar. Með réttu ætti þetta að þýða að NV-kjördæmi fengi verulegt, sértækt viðbótarframlag til þess að standa undir slíku átaki. En svo er ekki. NV-kjördæmi fær aðeins 14% eða 3,8 milljörðum meira heldur en NA-kjördæmi. Sú upphæð er óverulegur hluti þess sem fyrirhugað er til vegabóta á Vestfjörðum. Stóra myndin er þessi: Fyrir Alþingi liggur samgönguáætlun, sem er stefnumótandi til 12 ára. Búið er að tilgreina 30,625 milljarða til ákveðinna vegaframkvæmda í NV-kjördæmi. Þar af fara 25,245 milljarðar eða 82% til Vestfjarða en 5,380 milljarðar eða 18% til annarra vegaframkvæmda í kjördæminu. Ef slæmar vegasamgöngur á Vestfjörðum eru afleiðing sniðgöngu undanfarinna ára og áratuga, þá er þessi nýja samgönguáætlun áframhald þeirrar vitlausu stefnu – með öfugum formerkjum. Nú skal sniðganga hin svæðin í NV-kjördæmi þ.m.t. áðurnefndar vegabætur um Uxahryggi og Lundarreykjadal, Kaldadal og Skógarströnd. Annaðhvort í ökkla eða eyra. Kunna þeir sem stjórna þessum málum sér ekki meðalhóf? Það hlýtur að vera eðlileg krafa að líta til heildarinnar; og ekki getur samviskubit stjórnmálamanna út af fortíðinni verið grundvöllur framtíðarákvarðana á þessum vettvangi. Vestfirðir eru um þriðjungur af flatarmáli NV-kjördæmis og Vestfirðingar tæpur fjórðungur af íbúafjölda kjördæmisins. Eru slík viðmið grundvöllur til skiptingar á því fé sem verja á til samgöngubóta? Varla. Út frá hverju skal ganga? Undanfarið hafa þingmenn NV-kjördæmis viðrað skoðanir sínar hvað fiskveiðistjórn og kvóta varðar; talað um sanngirni og jafnræði og varað við samþjöppun í skiptingu fiskikvótans. Hvernig eiga þessi hugtök við þegar kemur að skiptingu vegakvóta kjördæmisins? Samgöngur skipta íbúa landsbyggðar afar miklu máli og eru undirstaða atvinnuuppbyggingar framtíðarinnar. Þær eru alls ekki einkamál innanríkisráðherra. Hverjar eru forsendur þess að sitjandi ráðherra og meðvirkir þingmenn ákveða: 82% Vestfirðir og 18% rest? Eru þær vandaðar og faglegar eða ósanngjarnt offors á kostnað annarra íbúa NV-kjördæmis og ferðaþjónustunnar í heild?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar