Nýtingarsamningar Jóhann Ársælsson skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi verður lagt fyrir Alþingi í febrúar ef allt gengur eftir. Vaxandi samstaða er meðal stjórnarflokkanna um útfærslur og nú er unnið að lokafrágangi málsins, áður en látið verður til skarar skríða. Ofangreind orð eru úr ræðu Jóhönnu Sigurðardóttir á síðasta flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Tíminn á þrotumFögnuður minn er þó blendinn eftir fundinn. En á hann mætti ég haldinn efablandinni eftirvæntingu. Boðað hafði verið að Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon myndu fræða okkur um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða, eins af stærstu málefnum stjórnarsamstarfsins. Heim fór ég heldur daufur í dálkinn. Orð formannsins um útfærslur og lokafrágang skiluðu sér allavega ekki í skiljanlegum útskýringum á því hvenær og hvernig forgangi núverandi kvótahafa muni ljúka. Þó eru þrjú ár liðin og tími ríkisstjórnarinnar til að standa við fyrirheitin í þessu máli á þrotum. Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir flokksstjórnarfundi á næstunni og varla ætla stjórnarflokkarnir að leggja frumvarp fyrir Alþingi sem brýtur í bága við stefnu þeirra og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég tel eftir þennan fund að innihald væntanlegs frumvarps verði í grundvallaratriðum líkt því sem Jón Bjarnason lagði fram á síðasta þingi. Að lifa ríkisstjórnina afTil að halda fengnum hlut hafa ráðamenn í sjávarútvegi móast við og reynt að hægja á og trufla alla viðleitni stjórnarflokkanna til að finna sáttaflöt milli almennra hagsmuna og þeirra sérhagsmuna sem útgerðamenn vilja viðhalda. Stefnan var sú að lifa ríkisstjórnina af þar til valda kæmu vinsamlegri stjórnvöld. Fyrsta og mikilvægasta átakið var fólgið í því að skjóta í kaf fyrningarleiðina sem er einföld og skynsamleg, breytir í raun engu um stjórn fiskveiða. Aðferð sem leysir þó eignahaldsvandann, tryggir þjóðinni fullt verð fyrir nýtingarréttinn og jafnræði í greininni. Hafi menn almannahagsmuni fyrst og fremst í huga og að raska sem minnst högum sjávarútvegsins er fyrningarleiðin augljóslega best. „Það fara allir á hausinn“ var innihald slagorðanna sem glumdu í eyrum landsmanna, þó að með þeirri leið verðleggi útgerðirnar veiðiréttinn sjálfar á frjálsum markaði. Ráðamönnum í útgerð tókst þetta ætlunarverk í bili a.m.k. vegna ósamstöðu og veikleika í báðum stjórnarflokkunum. Í VG er rótgróin andúð á markaðslausnum og stjórnlyndi á háu stigi eins og mörkuð stefna þeirra í sjávarútvegsmálum ber skýrt merki um. Í báðum flokkum eru þingmenn sem hafa í raun drattast með í stefnu flokkanna en vilja sem minnst hrófla við hagsmunaöflum í sínum kjördæmum. Næsti kafli sögunnar varð svokölluð samningaleið. SamningaleiðinHugtakið samningaleið varð til í tengslum við störf þeirrar nefndar sem Guðbjartur Hannesson stýrði og vísar til þeirrar hugmyndar að breyta nýtingarrétti á veiðiheimildum í svokallaða nýtingarsamninga til afmarkaðs tíma. Óljósar niðurstöður þess starfs sem sú nefnd vann hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu en frumvarp Jóns Bjarnasonar byggði á því að gera slíka nýtingarsamninga við þá sem nú hafa umráð yfir veiðirétti. En ef það frumvarp hefði orðið að lögum væri sjávarútvegurinn í meiri viðjum en þörf er á til að ná fram markmiðum um þjóðareign á auðlindinni. Viðjum sem heftu verulega þrótt hans og framgang. Miðstýrðar ákvarðanir, ógagnsæ stjórnsýsla og óviðunandi aðgangur nýrra aðila að greininni hefði orðið hlutskipti hennar. Þetta og að ekki var með traustum hætti gengið frá því hvernig og hvenær forgangi núverandi kvótahafa til úthlutunar veiðiréttar skyldi ljúka voru alvarlegir gallar á frumvarpinu. Því miður bera tilvitnuð orð formannsins í upphafi þessarar greinar og það sem kom fram á fundinum vott um að vaxandi samstaða sé um slíka leið. Ríkisstjórnin eyði óvissunni!Þrátt fyrir harða andstöðu við fyrningarleiðina og ekki síður við frumvarp Jóns Bjarnasonar hafa orðið þau veðrabrigði í afstöðu útvegsmanna að nú heimta þeir að óvissunni verði aflétt. Þeir vilja að ríkisstjórnin sem þeir ætluðu að bíða af sér leysi þetta mikla deilumál. Ástæða sinnaskiptanna er augljós. Ef það auðlindaákvæði sem stjórnlagaráð leggur til að sett verði í stjórnarskrána verður að veruleika er úti um allan forgang núverandi veiðiréttarhafa. Tækifærið til sátta er þess vegna núna og best fyrir alla að það verði nýtt. Það yrði hins vegar óþarfur áfangi en ekki endir á langri deilu að fara þá leið sem lagt var upp með í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Ég tel vel hægt að ná markmiðum stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum betur og á hagkvæmari hátt fyrir bæði þjóðina og sjávarútveginn en mögulegt er með þeirri leið sem nú er til umræðu. Meira um það í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi verður lagt fyrir Alþingi í febrúar ef allt gengur eftir. Vaxandi samstaða er meðal stjórnarflokkanna um útfærslur og nú er unnið að lokafrágangi málsins, áður en látið verður til skarar skríða. Ofangreind orð eru úr ræðu Jóhönnu Sigurðardóttir á síðasta flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Tíminn á þrotumFögnuður minn er þó blendinn eftir fundinn. En á hann mætti ég haldinn efablandinni eftirvæntingu. Boðað hafði verið að Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon myndu fræða okkur um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða, eins af stærstu málefnum stjórnarsamstarfsins. Heim fór ég heldur daufur í dálkinn. Orð formannsins um útfærslur og lokafrágang skiluðu sér allavega ekki í skiljanlegum útskýringum á því hvenær og hvernig forgangi núverandi kvótahafa muni ljúka. Þó eru þrjú ár liðin og tími ríkisstjórnarinnar til að standa við fyrirheitin í þessu máli á þrotum. Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir flokksstjórnarfundi á næstunni og varla ætla stjórnarflokkarnir að leggja frumvarp fyrir Alþingi sem brýtur í bága við stefnu þeirra og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég tel eftir þennan fund að innihald væntanlegs frumvarps verði í grundvallaratriðum líkt því sem Jón Bjarnason lagði fram á síðasta þingi. Að lifa ríkisstjórnina afTil að halda fengnum hlut hafa ráðamenn í sjávarútvegi móast við og reynt að hægja á og trufla alla viðleitni stjórnarflokkanna til að finna sáttaflöt milli almennra hagsmuna og þeirra sérhagsmuna sem útgerðamenn vilja viðhalda. Stefnan var sú að lifa ríkisstjórnina af þar til valda kæmu vinsamlegri stjórnvöld. Fyrsta og mikilvægasta átakið var fólgið í því að skjóta í kaf fyrningarleiðina sem er einföld og skynsamleg, breytir í raun engu um stjórn fiskveiða. Aðferð sem leysir þó eignahaldsvandann, tryggir þjóðinni fullt verð fyrir nýtingarréttinn og jafnræði í greininni. Hafi menn almannahagsmuni fyrst og fremst í huga og að raska sem minnst högum sjávarútvegsins er fyrningarleiðin augljóslega best. „Það fara allir á hausinn“ var innihald slagorðanna sem glumdu í eyrum landsmanna, þó að með þeirri leið verðleggi útgerðirnar veiðiréttinn sjálfar á frjálsum markaði. Ráðamönnum í útgerð tókst þetta ætlunarverk í bili a.m.k. vegna ósamstöðu og veikleika í báðum stjórnarflokkunum. Í VG er rótgróin andúð á markaðslausnum og stjórnlyndi á háu stigi eins og mörkuð stefna þeirra í sjávarútvegsmálum ber skýrt merki um. Í báðum flokkum eru þingmenn sem hafa í raun drattast með í stefnu flokkanna en vilja sem minnst hrófla við hagsmunaöflum í sínum kjördæmum. Næsti kafli sögunnar varð svokölluð samningaleið. SamningaleiðinHugtakið samningaleið varð til í tengslum við störf þeirrar nefndar sem Guðbjartur Hannesson stýrði og vísar til þeirrar hugmyndar að breyta nýtingarrétti á veiðiheimildum í svokallaða nýtingarsamninga til afmarkaðs tíma. Óljósar niðurstöður þess starfs sem sú nefnd vann hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu en frumvarp Jóns Bjarnasonar byggði á því að gera slíka nýtingarsamninga við þá sem nú hafa umráð yfir veiðirétti. En ef það frumvarp hefði orðið að lögum væri sjávarútvegurinn í meiri viðjum en þörf er á til að ná fram markmiðum um þjóðareign á auðlindinni. Viðjum sem heftu verulega þrótt hans og framgang. Miðstýrðar ákvarðanir, ógagnsæ stjórnsýsla og óviðunandi aðgangur nýrra aðila að greininni hefði orðið hlutskipti hennar. Þetta og að ekki var með traustum hætti gengið frá því hvernig og hvenær forgangi núverandi kvótahafa til úthlutunar veiðiréttar skyldi ljúka voru alvarlegir gallar á frumvarpinu. Því miður bera tilvitnuð orð formannsins í upphafi þessarar greinar og það sem kom fram á fundinum vott um að vaxandi samstaða sé um slíka leið. Ríkisstjórnin eyði óvissunni!Þrátt fyrir harða andstöðu við fyrningarleiðina og ekki síður við frumvarp Jóns Bjarnasonar hafa orðið þau veðrabrigði í afstöðu útvegsmanna að nú heimta þeir að óvissunni verði aflétt. Þeir vilja að ríkisstjórnin sem þeir ætluðu að bíða af sér leysi þetta mikla deilumál. Ástæða sinnaskiptanna er augljós. Ef það auðlindaákvæði sem stjórnlagaráð leggur til að sett verði í stjórnarskrána verður að veruleika er úti um allan forgang núverandi veiðiréttarhafa. Tækifærið til sátta er þess vegna núna og best fyrir alla að það verði nýtt. Það yrði hins vegar óþarfur áfangi en ekki endir á langri deilu að fara þá leið sem lagt var upp með í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Ég tel vel hægt að ná markmiðum stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum betur og á hagkvæmari hátt fyrir bæði þjóðina og sjávarútveginn en mögulegt er með þeirri leið sem nú er til umræðu. Meira um það í næstu grein.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun