Sýndarsamráð 20. febrúar 2012 08:00 Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar