Atvinnulaust ungt fólk fær starfsreynslu 20. febrúar 2012 04:00 Atvinnutorg reykjavíkur opnað Jón Gnarr, borgarstjóri, og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, voru við opnun atvinnutorgs Reykjavíkur sem er til húsa að Kringlunni 1.Fréttablaðið/GVA Vinnumálastofnun og velferðarráðuneyti í samstarfi við Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ kynntu fyrir helgi nýtt vinnumarkaðsúrræði sem er beint að ungu fólki á bótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir mikilvægt að koma til móts við þetta fólk sem hafi í mörgum tilfellum aldrei hlotið reynslu af vinnumarkaði. „Við viljum ná til þessa hóps og sjá til þess að þetta verði virkir einstaklingar á vinnumarkaði,“ segir Gissur og heldur áfram: „Við teljum mikilvægt að koma þessu fólki í vinnu eða starfsþjálfun svo þetta verði ekki bara framtíðarskjólstæðingar velferðarkerfisins.“ Svokallað atvinnutorg fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 16 til 25 ára var opnað í gær. Þangað getur ungt fólk í atvinnuleit leitað og fengið einstaklingsmiðaða ráðgjöf við atvinnuleitina. Þá munu svið, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélaganna bjóða ungmennum til sín í starfsþjálfun eða þá í tímabundin störf sem gefa eiga þeim tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Vinnumálastofnun birti á þriðjudag atvinnuleysistölur fyrir janúar sem leiddu í ljós að atvinnuleysi minnkaði lítillega í mánuðinum. Vakti það athygli þar sem atvinnuleysi eykst yfirleitt í janúar vegna árstíðabundinna þátta. Fækkun atvinnuleitenda nú var helst rakin til þess að tvö úrræði Vinnumálastofnunar runnu út um áramótin. Var þar annars vegar um að ræða úrræði sem miðaði að því að koma atvinnuleitendum í nám og hins vegar úrræði sem var ætlað til þess að styðja við fólk með skert starfshlutfall. Gissur segir það ljóst að úrræðin hafi skilað tilætluðum árangri. „Námsúrrræðið lukkaðist mjög vel. Þetta eru um þúsund einstaklingar sem fóru af atvinnuleysisskrá nú um áramótin sem hafa þá haldið áfram í námi eftir fyrsta misserið. Komið hefur í ljós að brottfall meðal þessara nemenda hefur verið miklu minna en hjá öðrum nemendum,“ segir Gissur og bætir við að hitt úrræðið hafi einnig skilað talsverðum árangri. Það hafi þó alltaf verið hugsað til bráðabirgða og nú hafi það verið metið sem svo að tími væri kominn til að leyfa því að renna út. Loks segir Gissur að þó aukinn kraftur hafi verið að færast í vinnumarkaðinn á síðustu mánuðum sé tími sérstakra úrræða fyrir atvinnuleitendur ekki liðinn. Enn hafi rúmlega fimm þúsund manns verið án atvinnu í meira en tólf mánuði og forgangsatriði sé að koma til móts við þennan hóp. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Vinnumálastofnun og velferðarráðuneyti í samstarfi við Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ kynntu fyrir helgi nýtt vinnumarkaðsúrræði sem er beint að ungu fólki á bótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir mikilvægt að koma til móts við þetta fólk sem hafi í mörgum tilfellum aldrei hlotið reynslu af vinnumarkaði. „Við viljum ná til þessa hóps og sjá til þess að þetta verði virkir einstaklingar á vinnumarkaði,“ segir Gissur og heldur áfram: „Við teljum mikilvægt að koma þessu fólki í vinnu eða starfsþjálfun svo þetta verði ekki bara framtíðarskjólstæðingar velferðarkerfisins.“ Svokallað atvinnutorg fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 16 til 25 ára var opnað í gær. Þangað getur ungt fólk í atvinnuleit leitað og fengið einstaklingsmiðaða ráðgjöf við atvinnuleitina. Þá munu svið, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélaganna bjóða ungmennum til sín í starfsþjálfun eða þá í tímabundin störf sem gefa eiga þeim tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Vinnumálastofnun birti á þriðjudag atvinnuleysistölur fyrir janúar sem leiddu í ljós að atvinnuleysi minnkaði lítillega í mánuðinum. Vakti það athygli þar sem atvinnuleysi eykst yfirleitt í janúar vegna árstíðabundinna þátta. Fækkun atvinnuleitenda nú var helst rakin til þess að tvö úrræði Vinnumálastofnunar runnu út um áramótin. Var þar annars vegar um að ræða úrræði sem miðaði að því að koma atvinnuleitendum í nám og hins vegar úrræði sem var ætlað til þess að styðja við fólk með skert starfshlutfall. Gissur segir það ljóst að úrræðin hafi skilað tilætluðum árangri. „Námsúrrræðið lukkaðist mjög vel. Þetta eru um þúsund einstaklingar sem fóru af atvinnuleysisskrá nú um áramótin sem hafa þá haldið áfram í námi eftir fyrsta misserið. Komið hefur í ljós að brottfall meðal þessara nemenda hefur verið miklu minna en hjá öðrum nemendum,“ segir Gissur og bætir við að hitt úrræðið hafi einnig skilað talsverðum árangri. Það hafi þó alltaf verið hugsað til bráðabirgða og nú hafi það verið metið sem svo að tími væri kominn til að leyfa því að renna út. Loks segir Gissur að þó aukinn kraftur hafi verið að færast í vinnumarkaðinn á síðustu mánuðum sé tími sérstakra úrræða fyrir atvinnuleitendur ekki liðinn. Enn hafi rúmlega fimm þúsund manns verið án atvinnu í meira en tólf mánuði og forgangsatriði sé að koma til móts við þennan hóp. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira