Innlent

Landhelgisgæslan berst gegn sjóræningjaveiðum

Lengi vel fór mikill tími í að vakta miðin út af Reykjanesi.mynd/lhg
Lengi vel fór mikill tími í að vakta miðin út af Reykjanesi.mynd/lhg
Landhelgisgæslunni hefur borist beiðni frá samtökum Mið-Ameríkuríkja um aðstoð vegna baráttu þeirra við ólöglegar fiskveiðar. Beðið er um aðstoð við að útfæra eftirlit og vöktun en vegna sérþekkingar sinnar fær Gæslan reglulega boð víða að úr heiminum þar sem óskað er eftir kennslu og fyrirlestrum varðandi uppbyggingu, skipulag og árangur á eftirlits- og vöktunarkerfum.

Gylfi Geirsson, sérfræðingur hjá Gæslunni, mun taka að sér kennslu í Hondúras nú í vikunni en hann tók að sér hliðstæða kennslu í Zaragoza á Spáni árið 2011. Námskeið hans útskýrir notkun kerfanna við eftirlit á hafinu, almenna landhelgisgæslu, fiskveiðieftirlit, landamæraeftirlit, eftirlit með hvers konar ólöglegri starfsemi, neyðarþjónustu sem og leit og björgun. Mun Gylfi einnig fjalla um NEAFC (North East Atlantic Fisheries Commission) og árangur samtakanna í baráttu við ólöglegar (IUU) fiskveiðar á NA-Atlantshafi, en hann er jafnframt formaður fiskveiðieftirlitsnefndar samtakanna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×