Viðskipti innlent

80 milljóna sekt er látin standa

Í bónus Neytendur voru blekktir í tengslum við forverðmerkingar á kjötvörum, segir Samkeppniseftirlitið.Fréttablaðið/Vilhelm
Í bónus Neytendur voru blekktir í tengslum við forverðmerkingar á kjötvörum, segir Samkeppniseftirlitið.Fréttablaðið/Vilhelm
Áfrýjunarnefnd samkeppnismál hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Langasjó um 80 milljónir króna.

Langisjór er móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið í nóvember vegna ólöglegs samráðs um smásöluverð Bónuss og afslátt frá því.

Áfrýjunarnefndin segir brotin varða umfangsmikil viðskipti og að með hliðsjón af heildarveltu Langasjávar telji hún ekki efni til að hrófla við ákvörðun um fjárhæð sektar.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×