Viðskipti innlent

Hagar voru fyrstir eftir bankahrun

Smásölurisinn Hagar var fyrsta félagið sem skráði sig í Kauphöll Íslands eftir bankahrun. Sú skráning átti sér stað í desember síðastliðnum. Skráningargengið var 13,5 krónur á hlut, en áttföld eftirspurn var eftir hlutabréfunum. Þeir sem fjárfestu í bréfum í Högum hafa þegar ávaxtað fé sitt um rúman fimmtung því að gengi félagsins nú er rúmlega 17 krónur á hlut.

Hagar voru að fullu í eigu Arion banka en um 44% hlutur var seldur til hóps sem kenndi sig við Búvelli á lægra gengi áður en ráðist var í almennt hlutafjárútboð. Arion banki á enn, í gegnum dótturfélag sitt Eignabjarg, um 20% hlut í Högum. Bankinn þarf að selja hlut sinn í Högum fyrir 1. mars næstkomandi vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti þegar það samþykkti yfirtöku bankans á Högum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×