Dagur hinna slæmu "túrverkja“ Silja Ástþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endómetríósu.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar