Flytja inn 500 gáma af vörum 24. febrúar 2012 05:00 Halldór Óskar Sigurðsson Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká Fréttir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká
Fréttir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira