Innlent

Bjór ekki kenndur við ölvunarástand

Skjöldur og Kormákur.
Skjöldur og Kormákur.
Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar.

Í kæru sem lögmaður eiganda vörumerkisins Svarta dauða bjórs sendi ráðuneytinu segir að mismunun eigi sér stað hjá ÁTVR. Stofnunin hafi neitað að taka í sölu bjór með slagorðinu „drekkið í friði", en tekið í sölu bjór með slagorðinu „það er gott að vera bríó". Lögmaðurinn segir að orðið bríó sé ekki til í orðabókum, en það muni vera slangur yfir að vera hífaður.

Í yfirlýsingu frá vertum Ölstofunnar er þessari fullyrðingu mótmælt. Bjórinn var upphaflega framleiddur fyrir Ölstofuna, en fæst nú í verslunum ÁTVR. Í yfirlýsingunni segir að bjórinn sé nefndur eftir tónlistarmanninum Steingrími Eyfjörð, sem oft var kallaður Bríó. Þar segir jafnframt að orðið bríó sé vel þekkt úr erlendum málum, þar sem það standi fyrir fjör, kraft, hressleika eða tilþrif. Slagorðið vísi því ekki í ölvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×