Hrunadansinn hafinn á ný Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun