Mamma, ég held að þú sért með krabbamein Sabine Leskopf skrifar 10. mars 2012 11:00 Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun