Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs.
Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.

Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld.
Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.

Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár.
Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur.
Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø.
„Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss.
„Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn.