Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. mars 2012 11:00 Séð yfir Tromsø Langir mjóir firðir og há fjöll geta skapað hættu á nokkrum stöðum í Noregi, bæði vegna hruns og svo vegna flóðbylgja sem geta myndast. Flóðbylgja í mjóum firði getur orðið margir tugir metra á hæð falli mörg þúsund tonn af bergi í sjóinn. Mynd/Tromsø Kommune Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“